Hamilton: Formúla 1 er eins og golf 23. júlí 2010 10:27 Bretinn Lewis Hamilton er efstur í stigamóti ökumanna. Mynd: Getty Images Bretinn Lewis Hamilton hjá McLaren keyrðii harkalega útaf á fyrstu æfingu keppnisliða í morgun, en hann er í forystu í stigamóti ökumanna. Þó hann leiði mótið, segist hann ekki vera búinn að bóka sinn annan meistaratitil. "Ég tek eitt mót í einu. Þetta er svipað og golf sem ég spila stundum. Ég er á þriðju holu og ef ég stend jafn vel að vígi á áttundu holu, þá ætti mér að ganga vel. Og ef það gengur ekki eftir, þá verður maður að taka því. Eitt skref í einu. Þannig er þetta þegar ég er að keppa í kappakstri. Eitt mót í einu og þannig hef ég haft þetta í ár og sé enga ástæðu til að breyta því", sagði Hamilton í frétt á autosport.com. "Mér líður vel með árangur okkar til þessa, en keppinautar okkar gætu lagfært sína bíla og stungið okkur af. Þeir (Red Bull) væri fremstir ef þeir hefðu fylgt eftir ráspólum sem þeir hafa náð á árinu. Við höfum staðið okkur vel miðað við burði bílsins." "Við erum ekki með fljótasta bílinn, en ef við kæmumst þangað væri hægt að brosa. Sjáum hvað gerist. Ef það verður þurrt um helgina ætti okkar bíll að virka vel og vera jafnræði. Ég hélt þetta verði jafnara en síðast", sagði Hamilton. Hann skemmdi bíl sinn talsvert á æfingunni í morgun, en ekur á ný í hádeginu, ef allt gengur eftir. Sýnt verður frá æfingum keppnisliða kl. 19.30 á Stöð 2 Sport í kvöld. Lokaæfingin er sýnd kl. 8.55 í fyrramálið og tímatakan kl. 11.45. Kappaksturinn er á sunnudag kl. 11.30 og er í opinni dagskrá eins og tímatakan. Eftir keppni er þátturinn Endamarkið, sem er í lokaðri dagskrá eins og útsendingar frá æfingum. Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Bretinn Lewis Hamilton hjá McLaren keyrðii harkalega útaf á fyrstu æfingu keppnisliða í morgun, en hann er í forystu í stigamóti ökumanna. Þó hann leiði mótið, segist hann ekki vera búinn að bóka sinn annan meistaratitil. "Ég tek eitt mót í einu. Þetta er svipað og golf sem ég spila stundum. Ég er á þriðju holu og ef ég stend jafn vel að vígi á áttundu holu, þá ætti mér að ganga vel. Og ef það gengur ekki eftir, þá verður maður að taka því. Eitt skref í einu. Þannig er þetta þegar ég er að keppa í kappakstri. Eitt mót í einu og þannig hef ég haft þetta í ár og sé enga ástæðu til að breyta því", sagði Hamilton í frétt á autosport.com. "Mér líður vel með árangur okkar til þessa, en keppinautar okkar gætu lagfært sína bíla og stungið okkur af. Þeir (Red Bull) væri fremstir ef þeir hefðu fylgt eftir ráspólum sem þeir hafa náð á árinu. Við höfum staðið okkur vel miðað við burði bílsins." "Við erum ekki með fljótasta bílinn, en ef við kæmumst þangað væri hægt að brosa. Sjáum hvað gerist. Ef það verður þurrt um helgina ætti okkar bíll að virka vel og vera jafnræði. Ég hélt þetta verði jafnara en síðast", sagði Hamilton. Hann skemmdi bíl sinn talsvert á æfingunni í morgun, en ekur á ný í hádeginu, ef allt gengur eftir. Sýnt verður frá æfingum keppnisliða kl. 19.30 á Stöð 2 Sport í kvöld. Lokaæfingin er sýnd kl. 8.55 í fyrramálið og tímatakan kl. 11.45. Kappaksturinn er á sunnudag kl. 11.30 og er í opinni dagskrá eins og tímatakan. Eftir keppni er þátturinn Endamarkið, sem er í lokaðri dagskrá eins og útsendingar frá æfingum.
Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira