Ecclestone meðmæltur liðsskipunum 27. júlí 2010 09:32 Bernie Ecclestone og Fernando Alonso hjá Ferrari sem vann síðasta mót ásamt Claudio Domenicali hjá Ducati. Mynd: Getty Images Bernie Ecclestone sem stýrir mörgu varðandi Formúlu 1 mótshaldið og sjónvarpsútsendingar styður þá hugmynd að lið beiti liðsskipunum eins og Ferrari gerði um helgina, þegar Felipe Massa hleypti Fernando Alonso framúr sér til að hann ynni mótið og fengi fleiri stig. Alonso er þannig í betri stöðu í stigamóti ökumanna, en hann hefði annars orðið, ef Massa hefði unnið mótið og Alonso hefði náð öðru sæti. Ferrari hefur víða verið gagnrýnt fyrir uppátækið, en aðrir styðja aðgerðir liðsins. Dómarar sendu málið áfram til akstursíþróttaráðs FIA og Ecclestone er meðlimur í því. Ecclestone var spurður af fjölmiðlinum Metro hvort aflétta ætti banni við liðsskipunum, sem sett var á árið 2002. Greint er frá málinu á f1-live.com. "Ég verð að viðurkenna að ég er sammála þeim sem telja að það eigi að gera. Mín trú er sú að það sem fólk gerir innan liða er þeirra mál og hvernig þeir stýra liðinu", sagði Ecclestone. "Ég veit ekki hvort það eigi að breyta reglunum. Við verðum að sjá til. Slíkt þarf að ræða. Mitt sjónarmið er að lið sé lið og það megi gera það sem það vill", sagði Ecclestone. Mest lesið Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Bernie Ecclestone sem stýrir mörgu varðandi Formúlu 1 mótshaldið og sjónvarpsútsendingar styður þá hugmynd að lið beiti liðsskipunum eins og Ferrari gerði um helgina, þegar Felipe Massa hleypti Fernando Alonso framúr sér til að hann ynni mótið og fengi fleiri stig. Alonso er þannig í betri stöðu í stigamóti ökumanna, en hann hefði annars orðið, ef Massa hefði unnið mótið og Alonso hefði náð öðru sæti. Ferrari hefur víða verið gagnrýnt fyrir uppátækið, en aðrir styðja aðgerðir liðsins. Dómarar sendu málið áfram til akstursíþróttaráðs FIA og Ecclestone er meðlimur í því. Ecclestone var spurður af fjölmiðlinum Metro hvort aflétta ætti banni við liðsskipunum, sem sett var á árið 2002. Greint er frá málinu á f1-live.com. "Ég verð að viðurkenna að ég er sammála þeim sem telja að það eigi að gera. Mín trú er sú að það sem fólk gerir innan liða er þeirra mál og hvernig þeir stýra liðinu", sagði Ecclestone. "Ég veit ekki hvort það eigi að breyta reglunum. Við verðum að sjá til. Slíkt þarf að ræða. Mitt sjónarmið er að lið sé lið og það megi gera það sem það vill", sagði Ecclestone.
Mest lesið Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira