Rauða rúllukragapeysan Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 31. mars 2010 06:00 Ég átti auðveldara með að skilja pólitíkina hér áður fyrr. Til dæmis þegar ég vann í fiskvinnslu og kaus Alþýðubandalagið. Ekki lét ég þar við sitja heldur mætti á kosningaskrifstofu flokksins í rauðri rúllukragapeysu, sötraði kaffi og vitnaði í Stein Steinar og Bob Dylan meðan ég hallmælti auðvaldinu. Mín einfalda stéttarvitund sagði mér að með vinstri stjórn myndi vænkast hagur hins vinnandi manns. Og vinstri stjórnin kom… nær tuttugu árum síðar. Svo virðist sem menn hafi pirrast á biðinni, alla vega er eins og stjórninni sé uppsigað við alla. Útvegsmenn hafa fengið að finna fyrir því. Láta ráðherrar sig ekki muna um að líkja þeim við spilafífl, apaketti og hinn kjaftstóra skötusel. Sjómenn eru látnir vita að þeir séu ekki sömu dáðadrengir þjóðarinnar og áður. Forréttindi eins og sjómannaafsláttur sé eitthvað sem ekki eigi að líðast. Bæjarstjóri í sjávarplássi sem kvartar undan skertum samgöngum fær skæting og níðvísu frá ráðherra. Stjórnin er komin í stríð við nær allan sjávarútvegsgeirann. Minni spámenn úr stjórnarliðinu snúa bændur niður með því að gera sem minnst úr framlagi þeirra en minna á styrkina sem til þeirra renna. Þannig eru þeir líka minntir á að vera ekki erfiður ljár í þúfu þegar kemur að umræðunni um Evrópusambandið. Athafnamenn eru oftast meðhöndlaðir líkt og vandræðagemsar sem þurfa endalaust að vera með einhver óþægileg uppátæki til atvinnuuppbyggingar. Hvort sem það er spilavíti, flugæfingar eða spítali. Stóriðjumönnum er gefið undir fótinn og slegnir kaldir til skiptis svo þeir vita ekki í hvorn fótinn þeir eiga að stíga. Þó að flugumferðarstjórar hafi ekki sötrað með okkur á kosningaskrifstofunni við lok síðustu aldar, svo ég muni til, þá hefði okkur líklega svelgst á kaffinu hefðum við fengið fregnir af vinstri stjórn sem heimilaði lögbann á verkfall þeirra. Hvað þá að forseti ASÍ þyrfti að skamma forsætisráðherra slíkrar stjórnar fyrir að hrifsa völd frá aðilum vinnumarkaðarins með stofnun svokallaðar Vinnumarkaðsstofnunar. Það versta er að launafólk er hálf umkomulaust eftir að nokkrir fjárfestar fengu skjaldborgina sem það átti von á. Fyrir skömmu las ég að rétt tæplega helmingur þjóðarinnar styddi ríkisstjórnina. Ég var í rauðri rúllukragapeysu svo ég komst ekki hjá því að spyrja: Hvar í ósköpunum skyldi allt þetta fólk vinna? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Fátæk börn á Íslandi Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Ég átti auðveldara með að skilja pólitíkina hér áður fyrr. Til dæmis þegar ég vann í fiskvinnslu og kaus Alþýðubandalagið. Ekki lét ég þar við sitja heldur mætti á kosningaskrifstofu flokksins í rauðri rúllukragapeysu, sötraði kaffi og vitnaði í Stein Steinar og Bob Dylan meðan ég hallmælti auðvaldinu. Mín einfalda stéttarvitund sagði mér að með vinstri stjórn myndi vænkast hagur hins vinnandi manns. Og vinstri stjórnin kom… nær tuttugu árum síðar. Svo virðist sem menn hafi pirrast á biðinni, alla vega er eins og stjórninni sé uppsigað við alla. Útvegsmenn hafa fengið að finna fyrir því. Láta ráðherrar sig ekki muna um að líkja þeim við spilafífl, apaketti og hinn kjaftstóra skötusel. Sjómenn eru látnir vita að þeir séu ekki sömu dáðadrengir þjóðarinnar og áður. Forréttindi eins og sjómannaafsláttur sé eitthvað sem ekki eigi að líðast. Bæjarstjóri í sjávarplássi sem kvartar undan skertum samgöngum fær skæting og níðvísu frá ráðherra. Stjórnin er komin í stríð við nær allan sjávarútvegsgeirann. Minni spámenn úr stjórnarliðinu snúa bændur niður með því að gera sem minnst úr framlagi þeirra en minna á styrkina sem til þeirra renna. Þannig eru þeir líka minntir á að vera ekki erfiður ljár í þúfu þegar kemur að umræðunni um Evrópusambandið. Athafnamenn eru oftast meðhöndlaðir líkt og vandræðagemsar sem þurfa endalaust að vera með einhver óþægileg uppátæki til atvinnuuppbyggingar. Hvort sem það er spilavíti, flugæfingar eða spítali. Stóriðjumönnum er gefið undir fótinn og slegnir kaldir til skiptis svo þeir vita ekki í hvorn fótinn þeir eiga að stíga. Þó að flugumferðarstjórar hafi ekki sötrað með okkur á kosningaskrifstofunni við lok síðustu aldar, svo ég muni til, þá hefði okkur líklega svelgst á kaffinu hefðum við fengið fregnir af vinstri stjórn sem heimilaði lögbann á verkfall þeirra. Hvað þá að forseti ASÍ þyrfti að skamma forsætisráðherra slíkrar stjórnar fyrir að hrifsa völd frá aðilum vinnumarkaðarins með stofnun svokallaðar Vinnumarkaðsstofnunar. Það versta er að launafólk er hálf umkomulaust eftir að nokkrir fjárfestar fengu skjaldborgina sem það átti von á. Fyrir skömmu las ég að rétt tæplega helmingur þjóðarinnar styddi ríkisstjórnina. Ég var í rauðri rúllukragapeysu svo ég komst ekki hjá því að spyrja: Hvar í ósköpunum skyldi allt þetta fólk vinna?
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun