Ásdís Hjálmsdóttir, spjótkastari í Ármanni, og Óðinn Björn Þorsteinsson, kúluvarpari úr FH, hafa verið valin frjálsíþróttafólk ársins af stjórn Frjálsíþróttasambands Íslands í samráði við Íþrótta- og afreksnefnd sambandsins.
Ásdís er að hljóta þessa útnefningu þriðja árið í röð en Óðinn í fyrsta sinn í þrjú ár. Ásdís og FH-ingurinn Bergur Ingi Pétursson höfðu verið valin Frjálsíþróttafólk ársins 2008 og 2009.
Ásdís náði sínum besta árangri á árnu þegar hún endaði í 10. sæti á Evrópumeistaramótinu í Barcelona sem var langbesti árangur Íslendings á mótinu. Ásdís tók einnig þátt í fjórum Demantamótum og varð þar í 4. sæti (Gateshead), 5. sæti (Monte Carlo) og 6. sæti (Doha og London). Ásdís Hjálmsdóttir kastaði lengst 60,72 metra á árinu 2010.
Óðinn Björn náði sínum besta árangri á árinu þegar hann kastaði kúlunni 19,37 metra og sigraði í kúluvarpi á stigamóti Sænska Frjálsíþróttasambandsins í Eskilstuna í júní. Óðinn bætti sinn besta árangur utanhúss um 13 sentimetra og er sem fyrr með fjórða besta árangur Íslendings frá upphafi í kúluvarpi.
Ásdís valin frjálsíþróttakona ársins þriðja árið í röð
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið





„Þeir spila mjög fast og komast upp með það“
Körfubolti

Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport
Enski boltinn



