
Rannsókn á glæpnum
Í Bretlandi er enn ein rannsóknarnefndin að störfum til þess að komast að hinu sanna í aðdraganda þátttöku Breta í innrásinni. Þar liggur æ betur fyrir, með hverri rannsókninni sem gerð er, hversu ömurlegur verknaðurinn var. Ekki aðeins var tilgangurinn spuni og rökin uppspuni heldur lá ekki fyrir hvað ætti að gera og hvernig byggja ætti upp friðsamt og gott samfélag í landinu. Þeir sem ábyrgð báru á ákvörðuninni og blekkingunum munu þurfa að svara til saka og axla ábyrgð. Það er gott og eykur tiltrú á Bretlandi sem lýðræðisþjóð.
En hvar standa þessi mál á Íslandi? Með samþykki ríkisstjórnar Íslands var landið sett á lista hinna viljugu þjóða í upphafi innrásarinnar. Fram hefur komið að ákvörðun þar um hafi verið tekin utan ríkisstjórnarfundar og að henni hafi aðeins komið formenn stjórnarflokkanna, forsætisráðherrra Davíð Oddsson og utanríkisráðherra Halldór Ásgrímsson. Þá hefur líka verið upplýst að málið var ekki rætt í þingflokki framsóknarmanna. Þáverandi stjórnarandstaða gagnrýndi síðar málatilbúnaðinn.
Það er ekki að sjá að ríkisstjórnin ætli að hreyfa þessu máli. Því er þess krafist að með sérstakri löggjöf verði skipuð sérstök rannsóknarnefnd óháðra manna og öllum þeim sem upplýsingar hafa um málið verði gert skylt að mæta fyrir nefndina og skýra frá öllu sem þeir vita og leggja fram öll gögn sem þeir hafa yfir að ráða. Öll gögn verði gerð opinber og vitnaleiðslur fari fram fyrir opnum tjöldum. Lagaskyldan nái til ráðherra, alþingismanna, starfsmanna stjórnmálaflokkanna og þingflokkanna, sendiherra, ráðuneytisstjóra, embættismanna og allra sem kunna að búa yfir upplýsingum eða vitneskju sem varpar ljósi á ákvörðunina.
Upplýsa þarf hvernig ákvörðunin var tekin, á hvaða gögnum byggðist hún, hvaða álit um lögmæti og hættu lágu fyrir, hverjir tóku hana, við hverja var rætt innanlands og erlendis, hvaða áætlanir lágu fyrir um uppbyggingu og endurreisn í Írak og hvað annað það sem máli skiptir.
Þátttaka Íslendinga í Íraksstríðinu með stuðningi við innrásina er glæpur sem landsmönnum svíður enn í dag. Glæpi á að upplýsa í stjórnarráðinu, sem á götum úti, og draga afbrotamennina fyrir dómstóla og rétta yfir þeim. Þeir sem eru ábyrgir í málinu verða að sæta ábyrgð. Það er ekki að sæta ábyrgð að verða seðlabankastjóri. Það er ekki að sæta ábyrgð að verða framkvæmdastjóri Norðurlandaráðs.
Hvers vegna eru stjórnarflokkarnir ekki búnir að koma þessu í verk? Núna hafa þeir völdin og ráðin á Alþingi. Þá á að gera það sem áður var talað um.
Höfundur er fyrrverandi alþingismaður.
Skoðun

En hvað með loftslagið?
Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar

Ráðherra og valdníðsla í hans nafni
Örn Pálmason skrifar

Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Er fótbolti að verða vélmennafótbolti?
Andri Hrafn Sigurðsson skrifar

Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging?
Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar

Fjárfestum í hjúkrun
Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar

Tölum um endurhæfingu!
Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar

Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins
Baldur Thorlacius skrifar

Alvöru mamma
Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar

Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar
Simon Cramer Larsen skrifar

Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu?
Berglind Sunna Bragadóttir skrifar

Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður
Davíð Bergmann skrifar

Heimsmet í sjálfhverfu
Friðrik Þór Friðriksson skrifar

Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu
Steinar Harðarson skrifar

Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði
Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar

Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland?
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði
Steinar Björgvinsson skrifar

Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra
Örn Pálmason skrifar

Tölum aðeins um einhverfu
Trausti Dagsson skrifar

Það sem sést, og það sem ekki sést
Eiríkur Ingi Magnússon skrifar

Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár
Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar

Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana
Jóhanna María Ægisdóttir skrifar

Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda?
Þóra Einarsdóttir skrifar

KSÍ og kvennaboltinn
Árni Guðmundsson skrifar

Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana
Sandra B. Franks skrifar

Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar
Kristrún Frostadóttir skrifar

Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík
Einar Freyr Elínarson skrifar

Skattahækkun
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Handtöskur og fasistar
Ásgeir K. Ólafsson skrifar