Ferrari stjórinn gætir stillingar fyrir háspennu tímatöku 12. nóvember 2010 21:59 Fernando Alonso á Ferrari á ferð í flóððljósunum í Abu Dhabi í dag. Mynd: Getty Images/Clive Mason Stefano Domenciali, yfirmaður Ferrari telur mikilvægt að liðsmenn sínir haldi haus og yfirvegun fyrir tímatökuna á laugardag. Fernando Alonso er í titilslag við fjóra aðra ökumenn, en Alonso er efstur í stigamótinu. "Þetta er ekki spurning um sjálfstraust, heldur hvað verður í gangi á hverjum tíma. McLaren menn voru mjög fljótir og við þurfum að sjá samanburð á þeim við Red Bull, hvað þeir voru að vinna að", sagði Domenicali eftir æfingar í dag í frétt á autosport.com. Lewis Hamilton á McLaren var fljótastur allra á seinni æfingu keppnisliða, en lokaæfing og tímatakan er á laugardag og hvortutveggja í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. "Þetta verður spennandi og tímatakan verður áhugaverð og margir þættir munu spila inn í gang mála í kappakstrinum. Við verðum að vera heppnir og verðum að halda haus fram á síðustu stundu. Það þarf að stillinga tilfinningum í hóf svo ekki gangi miður og halda einbeitingu." "Við ætlum ekki að hugsa of mikið um stigaútreikninga, heldur einbeita okkur á að hámarka getu bílsins. Við erum allir að reyna að hafa stjórn á tilfinningahitanum, það er hluti af hlutverki okkar", sagði Domenicali. Lokaæfing keppnisliða er kl. 09.55 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og tímatakan í opinni dagskrá kl. 12.45 á laugardag. Mest lesið Leik lokið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Stefano Domenciali, yfirmaður Ferrari telur mikilvægt að liðsmenn sínir haldi haus og yfirvegun fyrir tímatökuna á laugardag. Fernando Alonso er í titilslag við fjóra aðra ökumenn, en Alonso er efstur í stigamótinu. "Þetta er ekki spurning um sjálfstraust, heldur hvað verður í gangi á hverjum tíma. McLaren menn voru mjög fljótir og við þurfum að sjá samanburð á þeim við Red Bull, hvað þeir voru að vinna að", sagði Domenicali eftir æfingar í dag í frétt á autosport.com. Lewis Hamilton á McLaren var fljótastur allra á seinni æfingu keppnisliða, en lokaæfing og tímatakan er á laugardag og hvortutveggja í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. "Þetta verður spennandi og tímatakan verður áhugaverð og margir þættir munu spila inn í gang mála í kappakstrinum. Við verðum að vera heppnir og verðum að halda haus fram á síðustu stundu. Það þarf að stillinga tilfinningum í hóf svo ekki gangi miður og halda einbeitingu." "Við ætlum ekki að hugsa of mikið um stigaútreikninga, heldur einbeita okkur á að hámarka getu bílsins. Við erum allir að reyna að hafa stjórn á tilfinningahitanum, það er hluti af hlutverki okkar", sagði Domenicali. Lokaæfing keppnisliða er kl. 09.55 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og tímatakan í opinni dagskrá kl. 12.45 á laugardag.
Mest lesið Leik lokið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira