Hélt að Davíð væri að grínast 14. apríl 2010 06:00 „Ég hélt fyrst að hann væri að grínast," segir Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, um það þegar Davíð Oddsson seðlabankastjóri sagði honum frá því að ákveðið hefði verið að lækka stýrivexti úr 15,5 prósentum í 12 prósent. Upplausnarástand var í Seðlabankanum fyrstu dagana í október 2008. Tilkynning um risalán frá Rússum sem enginn fótur var fyrir og misheppnuð tilraun til að festa gengi krónunnar skapaði ringulreið. Þrátt fyrir vinnureglur þar um höfðu bankastjórarnir sérfræðinga sína og næstráðendur lítt með í ráðum. „Þetta var algjörlega stjórnlaust," segir Arnór sem kallaður var til Davíðs til að heyra um vaxtaákvörðunina. „Mér var tilkynnt sú ákvörðun fimm mínútum áður en hún fór á vefinn." Þegar Arnór áttaði sig á að Davíð væri ekki að grínast var honum öllum lokið. „[Ég] vissi ekki hvort ég átti að hlæja eða gráta," segir Arnór sem nú er aðstoðarbankastjóri Seðlabankans. „Bankinn var bara hreint út sagt bara stjórnlaus," segir Þórarinn G. Pétursson, hagfræðingur hjá bankanum, sem kveðst hafa ritað í dagbók sína þann dag sem ákveðið var að festa gengið með einhverri tölu „út í bláinn" sama dag og sagt var frá Rússaláninu: „Enn eitt ruglið." Þórarinn segir að Arnór hafi verið gjörsamlega niðurbrotinn. „Þetta var algerlega skelfilegt."- gar Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira
„Ég hélt fyrst að hann væri að grínast," segir Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, um það þegar Davíð Oddsson seðlabankastjóri sagði honum frá því að ákveðið hefði verið að lækka stýrivexti úr 15,5 prósentum í 12 prósent. Upplausnarástand var í Seðlabankanum fyrstu dagana í október 2008. Tilkynning um risalán frá Rússum sem enginn fótur var fyrir og misheppnuð tilraun til að festa gengi krónunnar skapaði ringulreið. Þrátt fyrir vinnureglur þar um höfðu bankastjórarnir sérfræðinga sína og næstráðendur lítt með í ráðum. „Þetta var algjörlega stjórnlaust," segir Arnór sem kallaður var til Davíðs til að heyra um vaxtaákvörðunina. „Mér var tilkynnt sú ákvörðun fimm mínútum áður en hún fór á vefinn." Þegar Arnór áttaði sig á að Davíð væri ekki að grínast var honum öllum lokið. „[Ég] vissi ekki hvort ég átti að hlæja eða gráta," segir Arnór sem nú er aðstoðarbankastjóri Seðlabankans. „Bankinn var bara hreint út sagt bara stjórnlaus," segir Þórarinn G. Pétursson, hagfræðingur hjá bankanum, sem kveðst hafa ritað í dagbók sína þann dag sem ákveðið var að festa gengið með einhverri tölu „út í bláinn" sama dag og sagt var frá Rússaláninu: „Enn eitt ruglið." Þórarinn segir að Arnór hafi verið gjörsamlega niðurbrotinn. „Þetta var algerlega skelfilegt."- gar
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira