Meistaramótið heppnaðist vel - Ekki fleiri náð EM lágmarki í 60 ár Hjalti Þór Hreinsson skrifar 12. júlí 2010 08:15 Frá mótinu í gær. Fréttablaðið/Arnþór Úrhellis rigning á laugardaginn setti strik í reikninginn á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum í Laugardalnum. Hún stríddi keppendum í nokkrum greinum en þó var mótið vel heppnað og fín tilþrif sáust. Jónas Egilsson, framkvæmdastjóri Frjálsíþróttasambands Íslands segir að mikil og spennandi keppni hafi verið í mörgum greinum og að bætt aðstaða innanhúss sé að skila sér. Það á bæði við fleiri keppendur og betri árangur. „Það vantaði svolítið af okkar besta fólki. Ásdís Hjálmsdóttir er úti að keppa og Björgvin Víkingsson er við æfingar í Sviss þar sem hann er búsettur. Helga Margrét Þorsteinsdóttir gat ekki keppt vegna matareitrunar á laugardaginn en það segir sitt um hana að hún mætti seinni daginn og vann kúluvarpskeppnina," sagði Jónas. Að hans mati vann Þorsteinn Ingvason besta árangurinn í karlaflokki. „Hann stökk 7,62 metra í langstökkinu og var aðeins tveim sentimetrum frá því að jafna mótsmet Jóns Arnars Magnússonar, þrátt fyrir erfiðar aðstæður," sagði Jónas. Kristín Birna Ólafsdóttir vann besta árangurinn í kvennaflokki. „Hún sýndi hvað í henni býr núna og vann bæði 110 metra og 400 metra grindahlaupin. Hún fékk ekki nógu mikla keppni í 400 metra hlaupinu en hún er á réttri leið," sagði Jónas sem vildi sjá betri árangur í kúluvarpskeppninni. „En stundum er þetta svona, vogun vinnur vogun tapar." Ásdís, Björgvin, Þorsteinn, Helga Margrét og Kristín eru öll á leiðinni á Evrópumótið sem fer fram í Barcelona seinna í júlí. Auk þeirra náðu lágmarki þeir Bergur Ingi Pétursson sem varð Íslandsmeistari í sleggjukasti og Óðinn Björn Þorsteinsson sem varð Íslandsmeistari í kúluvarpi. „Bergur er að ná sér af meiðslum og er að komast á skrið. Hann er í kapphlaupi við tímann fyrir EM. Óðinn hefur ekki sýnt nægilegan stöðugleika en það er bara fínpússningaratriði," sagði Jónas. Að hans mati er stórbætt aðstaða að skila sér núna. „Sú kynslóð sem er að alast upp inni í þessari aðstöðu er núna að koma upp og að blómstra. Fjöldi iðkenda er líka á uppleið og það var mjög góð þátttaka á mótinu núna," sagði framkvæmdastjórinn. Sjömenningarnir sem náðu lágmarki fyrir EM er mesti fjöldi sem nær lágmarki síðan 1950 þegar níu Íslendingar kepptu. „Framtíðin er björt, þetta er mikið af ungu fólki og þá erum við líka að senda þrjár stelpur á HM U19 ára í Kanada þar sem Helga Margrét á góða möguleika á að komast á verðlaunapall," sagði Jónas. Innlendar Mest lesið „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Tottenham einu skrefi nær titli eftir sigur í norður Noregi Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjör: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Alfons mættur til norður Noregs til að styðja gömlu félagana á móti Tottenham Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Frá Eyjum til Ísraels „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjá meira
Úrhellis rigning á laugardaginn setti strik í reikninginn á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum í Laugardalnum. Hún stríddi keppendum í nokkrum greinum en þó var mótið vel heppnað og fín tilþrif sáust. Jónas Egilsson, framkvæmdastjóri Frjálsíþróttasambands Íslands segir að mikil og spennandi keppni hafi verið í mörgum greinum og að bætt aðstaða innanhúss sé að skila sér. Það á bæði við fleiri keppendur og betri árangur. „Það vantaði svolítið af okkar besta fólki. Ásdís Hjálmsdóttir er úti að keppa og Björgvin Víkingsson er við æfingar í Sviss þar sem hann er búsettur. Helga Margrét Þorsteinsdóttir gat ekki keppt vegna matareitrunar á laugardaginn en það segir sitt um hana að hún mætti seinni daginn og vann kúluvarpskeppnina," sagði Jónas. Að hans mati vann Þorsteinn Ingvason besta árangurinn í karlaflokki. „Hann stökk 7,62 metra í langstökkinu og var aðeins tveim sentimetrum frá því að jafna mótsmet Jóns Arnars Magnússonar, þrátt fyrir erfiðar aðstæður," sagði Jónas. Kristín Birna Ólafsdóttir vann besta árangurinn í kvennaflokki. „Hún sýndi hvað í henni býr núna og vann bæði 110 metra og 400 metra grindahlaupin. Hún fékk ekki nógu mikla keppni í 400 metra hlaupinu en hún er á réttri leið," sagði Jónas sem vildi sjá betri árangur í kúluvarpskeppninni. „En stundum er þetta svona, vogun vinnur vogun tapar." Ásdís, Björgvin, Þorsteinn, Helga Margrét og Kristín eru öll á leiðinni á Evrópumótið sem fer fram í Barcelona seinna í júlí. Auk þeirra náðu lágmarki þeir Bergur Ingi Pétursson sem varð Íslandsmeistari í sleggjukasti og Óðinn Björn Þorsteinsson sem varð Íslandsmeistari í kúluvarpi. „Bergur er að ná sér af meiðslum og er að komast á skrið. Hann er í kapphlaupi við tímann fyrir EM. Óðinn hefur ekki sýnt nægilegan stöðugleika en það er bara fínpússningaratriði," sagði Jónas. Að hans mati er stórbætt aðstaða að skila sér núna. „Sú kynslóð sem er að alast upp inni í þessari aðstöðu er núna að koma upp og að blómstra. Fjöldi iðkenda er líka á uppleið og það var mjög góð þátttaka á mótinu núna," sagði framkvæmdastjórinn. Sjömenningarnir sem náðu lágmarki fyrir EM er mesti fjöldi sem nær lágmarki síðan 1950 þegar níu Íslendingar kepptu. „Framtíðin er björt, þetta er mikið af ungu fólki og þá erum við líka að senda þrjár stelpur á HM U19 ára í Kanada þar sem Helga Margrét á góða möguleika á að komast á verðlaunapall," sagði Jónas.
Innlendar Mest lesið „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Tottenham einu skrefi nær titli eftir sigur í norður Noregi Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjör: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Alfons mættur til norður Noregs til að styðja gömlu félagana á móti Tottenham Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Frá Eyjum til Ísraels „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjá meira