Sigurjón að landa stórlaxinum Nicolas Cage 4. maí 2010 06:00 Nicolas Cage skaust upp á stjörnuhimin Hollywood með frammistöðu sinni í Wild at Heart sem Sigurjón Sighvatsson framleiddi. „Við erum að klára viðræðurnar og vonandi náum við að landa samingnum innan skamms,“ segir kvikmyndaframleiðandinn Sigurjón Sighvatsson sem vinnur að því að semja við stórleikarann Nicolas Cage fyrir væntanlega kvikmynd sem hann framleiðir. Myndin heitir Dark Highway og gerist á þjóðvegi frá sólarupprás til sólarlags. „Hún fjallar um mann sem þarf að ná fundi og er að keyra úti á þjóðvegi. Fljótlega tekur hann eftir því að honum er veitt eftirför og sá aðili er ekki með neitt gott í huga,“ útskýrir Sigurjón en leikstjóri myndarinnar verður að öllum líkindum Bruce McDonald. Christopher Kyle skrifar handritið en Kyle og Sigurjón unnu saman að gerð K19 fyrir allmörgum árum. Þetta er heldur ekki í fyrsta skipti sem leiðir Sigurjóns og Cage liggja saman. Cage lék aðalhlutverkið í hinni margrómuðu Wild at Heart eftir David Lynch, sem Sigurjón framleiddi og skaut leikaranum upp á stjörnuhimininn. Cage var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir kvikmyndirnar Adaptation og Leaving Las Vegas og hlaut þau fyrir síðastnefndu myndina. Cage er ekki eina stórstjarnan sem Sigurjón er að landa um þessar mundir því í bígerð er önnur kvikmynd úr hans smiðju, The Killer Elite, með þeim Clive Owen og Jason Statham. -fgg Mest lesið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
„Við erum að klára viðræðurnar og vonandi náum við að landa samingnum innan skamms,“ segir kvikmyndaframleiðandinn Sigurjón Sighvatsson sem vinnur að því að semja við stórleikarann Nicolas Cage fyrir væntanlega kvikmynd sem hann framleiðir. Myndin heitir Dark Highway og gerist á þjóðvegi frá sólarupprás til sólarlags. „Hún fjallar um mann sem þarf að ná fundi og er að keyra úti á þjóðvegi. Fljótlega tekur hann eftir því að honum er veitt eftirför og sá aðili er ekki með neitt gott í huga,“ útskýrir Sigurjón en leikstjóri myndarinnar verður að öllum líkindum Bruce McDonald. Christopher Kyle skrifar handritið en Kyle og Sigurjón unnu saman að gerð K19 fyrir allmörgum árum. Þetta er heldur ekki í fyrsta skipti sem leiðir Sigurjóns og Cage liggja saman. Cage lék aðalhlutverkið í hinni margrómuðu Wild at Heart eftir David Lynch, sem Sigurjón framleiddi og skaut leikaranum upp á stjörnuhimininn. Cage var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir kvikmyndirnar Adaptation og Leaving Las Vegas og hlaut þau fyrir síðastnefndu myndina. Cage er ekki eina stórstjarnan sem Sigurjón er að landa um þessar mundir því í bígerð er önnur kvikmynd úr hans smiðju, The Killer Elite, með þeim Clive Owen og Jason Statham. -fgg
Mest lesið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira