Roy Hodgson, stjóri Liverpool var sáttur með úrslitin í Hollandi í kvöld þrátt fyrir að hans menn hafi ekki náð að skora í leiknum. Vörnin hélt og það var fyrir öllu að hans mati.
„Þetta var gott stig að mínu mati. Við vissum að þetta yrði erfiður leikur og þetta var ekki steindautt markalaust jafntefli," sagði Roy Hodgson, stjóri Liverpool eftir 0-0 jafntefli á móti Utrecht en stigið nægði liðinu til að ná tveggja stiga forustu á toppi riðilsins.
„Utrecht gerði mjög vel í þessum leik og liðið var mjög einbeitt. Við vorum að spila á móti góðu liði og þurftum að spila okkar besta varnarleik til þess að halda hreinu. Við förum með gott stig heim til Liverpool," sagði Roy Hodgson.
Roy Hodgson: Við förum með gott stig heim til Liverpool
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið





Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool
Enski boltinn

Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað
Íslenski boltinn

Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið
Íslenski boltinn


„Stöð 2 Sport er enski boltinn“
Enski boltinn

Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna
Íslenski boltinn