Hamilton. Einn ánægjulegasti sigurinn í Singapúr 22. september 2010 14:55 Lewis Hamilton fagnar sigrinum í Singapúr 2009. Mynd: Getty Images Bretinn Lewis Hamilton vann kappaksturinn á götum Singapúr í fyrra á McLaren og telur hann einn af ánægjulegustu sigrunum sem hann vann á ferlinum. Hann ekur McLaren á ný um næstu helgi á brautinni í Singapúr, sem er mjög vinsæl meðal ökmumanna og mótið sjálft sjónarspil í flóðljósum. "Að ná fyrsta sæti í Singapúr í fyrra er einn ánægjulegasti sigurinn á ferli mínum sem Formúlu 1 ökumanns. Liðið pressaði á útkomuna frá upphafi mótshelgarinnar og við náðum að vinna okkur gegnum ýmis vandamál og gáfumst ekki upp fyrr en sigurinn var í höfn. Það var einstök tilfinning að keyra fyrstur yfir endamarkslínuna ", sagði Hamilton í frétt á f1.com. Hamilton féll úr leik í síðustu keppni eftir að hafa keyrt utan í Ferrari Felipe Massa og skemmt hjólabúnað McLaren bílsins. Hann varð að hætta keppni fyrir vikið. "Ég er búinn að gleyma Monza. Ég lærði á þessu, þó ég hafi verið verulega svekktur. En þetta skerpir huga og hönd og ég verð einbeittur það sem eftir er tímabilsins. Þetta er mikilvægur tími." "Það er erfitt að meta hve samkeppnisfærir við verðum í Síngapúr, sem svipar til Mónakó og Búdapest, þar sem við vorum í vanda. En verkfræðingar okkar eru jákvæðir á að við höfum tekið framförum og ég hlakka til að aka bílnum á brautinni. Við mætum jákvæðir eftir þróunarvinnu og prófanir. Mótið mun færa sönnur á raunstöðu okkar í meistaramótinu, þegar fimm mótum er ólokið. Ég mun reyna eins mörgum stigum og mögulegt er í þessu móti", sagði Hamilton. Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Bretinn Lewis Hamilton vann kappaksturinn á götum Singapúr í fyrra á McLaren og telur hann einn af ánægjulegustu sigrunum sem hann vann á ferlinum. Hann ekur McLaren á ný um næstu helgi á brautinni í Singapúr, sem er mjög vinsæl meðal ökmumanna og mótið sjálft sjónarspil í flóðljósum. "Að ná fyrsta sæti í Singapúr í fyrra er einn ánægjulegasti sigurinn á ferli mínum sem Formúlu 1 ökumanns. Liðið pressaði á útkomuna frá upphafi mótshelgarinnar og við náðum að vinna okkur gegnum ýmis vandamál og gáfumst ekki upp fyrr en sigurinn var í höfn. Það var einstök tilfinning að keyra fyrstur yfir endamarkslínuna ", sagði Hamilton í frétt á f1.com. Hamilton féll úr leik í síðustu keppni eftir að hafa keyrt utan í Ferrari Felipe Massa og skemmt hjólabúnað McLaren bílsins. Hann varð að hætta keppni fyrir vikið. "Ég er búinn að gleyma Monza. Ég lærði á þessu, þó ég hafi verið verulega svekktur. En þetta skerpir huga og hönd og ég verð einbeittur það sem eftir er tímabilsins. Þetta er mikilvægur tími." "Það er erfitt að meta hve samkeppnisfærir við verðum í Síngapúr, sem svipar til Mónakó og Búdapest, þar sem við vorum í vanda. En verkfræðingar okkar eru jákvæðir á að við höfum tekið framförum og ég hlakka til að aka bílnum á brautinni. Við mætum jákvæðir eftir þróunarvinnu og prófanir. Mótið mun færa sönnur á raunstöðu okkar í meistaramótinu, þegar fimm mótum er ólokið. Ég mun reyna eins mörgum stigum og mögulegt er í þessu móti", sagði Hamilton.
Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira