Einn leikur fór fram í N1-deild kvenna í dag er FH sótti lið HK heim. Bæði lið þurftu nauðsynlega á stigum að halda en það voru gestirnir sem fóru heim í Fjörðinn með bæði stigin.
HK leiddi með einu marki í leikhléi en FH-stelpur mun sterkari í þeim síðari og tryggðu sér sigurinn.
FH í fimmta sæti deildarinnar en HK næstneðst.
HK-FH 23-27 (12-11)
Mörk HK: Elín Anna Baldursdóttir 8, Lilja Lind Pálsdóttir 5, Elva Björg Arnardóttir 4, Elísa Ósk Viðarsdóttir 3, Tinna Rögnvaldsdóttir 2, Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir 1.
Mörk FH: Berglind Ósk Björgvinsdóttir 6, Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir 5, Birna Íris Helgadóttir 5, Heiðdís Rún Guðmundsdóttir 4, Sigrún Gilsdóttir 3, Ingibjörg Pálmadóttir 3, Kristjana Þorradóttir 1.