Næst á dagskrá er gamalt fólk Júlía Margrét Alexandersdóttir skrifar 8. mars 2010 06:00 Gömlu fólki bregður einstaka sinnum fyrir í fjölmiðlum. Það er þá helst ef það á stórafmæli, getur gert sig skiljanlegt þrátt fyrir að vera hundrað ára eða er stillt upp á ljósmynd með fimm ættliðum í beinan kvenlegg. Að öðru leyti bregður eldra fólki sjaldan, og æ sjaldnar, fyrir í almennri umræðu og umfjöllun. Kastljós eyddi þó á dögunum tveimur dögum í röð í umfjöllun um eldri frú eina, 101 árs. Umfjöllunin var fín og viðtalið eitthvað sem mér og mörgum þótti skemmtilegt. Um leið renndi það þó stoðum um það hvernig þróunin er orðin og hve langt við erum komin frá stórri kynslóð eldra fólks. Búa þarf til sérstakan þátt um gamla fólkið til að það sé okkur „hinum" sjáanlegt og ég veit ekki hvort manni á að finnast það fagnaðarefni eða grátlegt - líkt og um sé að ræða innslag úr dýragarðinum þar sem ísbirnirnir eru heimsóttir. Tegund sem við sjáum ekki öllu jafna, geymd inni á stofnunum. Mannlegu efni, og þá sérstaklega í sjónvarpi, hefur í seinni tíð, verið stillt upp sem andsvari við pólitísk þrætumál. Eftir tíu mínútna umræðu um Icesave er tíu mínútna umræða um dverg. Eða mann sem misst hefur putta eða konu sem gleypt hefur staf af lyklaborði. Áhorfandinn er verðlaunaður eins og barn, með sirkusatriði, eftir að hafa verið duglegur að hlusta á fullorðna fólkið tala um ábúðarfullu málin. Og atriðin hafa, líkt og um börn væri að ræða, tekið æ ævintýralegri stefnu og orðið fríksjóv. Mér óx skegg (hormónatruflanir) síðasta sumar og bjóst alltaf við því að Kastljósið eða Ísland í dag hefði samband. Kannski rak mann því enn frekar í vörðurnar þegar þátturinn um gömlu konuna var kominn í liðinn þar sem yfirleitt bregður fyrir óvenjulegum minnihlutahópum og vakti upp spurningar. Setjum við eldri kynslóðina orðið í þann sama flokk? Og athyglin og ánægjan sem innslagið vakti, var hún tilkomin af því að í raun vantar þetta fólk algerlega inn í líf okkar, umræðu og fjölmiðlum? Þar sem okkur nægði að fá að sjá eldri konu gera dagsins eðlilegu hluti - fara í göngutúr og spila á spil. Eflaust var dagskrárliðurinn fyrst og fremst óþægileg áminning. Hver veit. Kannski eftir nokkur ár verður innslag í Kastljósi um fólk sem eyðir stund með börnunum sínum. Allir að elda saman og svona. Eða vegfaranda sem hugar að liggjandi manni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Júlía Margrét Alexandersdóttir Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson Skoðun
Gömlu fólki bregður einstaka sinnum fyrir í fjölmiðlum. Það er þá helst ef það á stórafmæli, getur gert sig skiljanlegt þrátt fyrir að vera hundrað ára eða er stillt upp á ljósmynd með fimm ættliðum í beinan kvenlegg. Að öðru leyti bregður eldra fólki sjaldan, og æ sjaldnar, fyrir í almennri umræðu og umfjöllun. Kastljós eyddi þó á dögunum tveimur dögum í röð í umfjöllun um eldri frú eina, 101 árs. Umfjöllunin var fín og viðtalið eitthvað sem mér og mörgum þótti skemmtilegt. Um leið renndi það þó stoðum um það hvernig þróunin er orðin og hve langt við erum komin frá stórri kynslóð eldra fólks. Búa þarf til sérstakan þátt um gamla fólkið til að það sé okkur „hinum" sjáanlegt og ég veit ekki hvort manni á að finnast það fagnaðarefni eða grátlegt - líkt og um sé að ræða innslag úr dýragarðinum þar sem ísbirnirnir eru heimsóttir. Tegund sem við sjáum ekki öllu jafna, geymd inni á stofnunum. Mannlegu efni, og þá sérstaklega í sjónvarpi, hefur í seinni tíð, verið stillt upp sem andsvari við pólitísk þrætumál. Eftir tíu mínútna umræðu um Icesave er tíu mínútna umræða um dverg. Eða mann sem misst hefur putta eða konu sem gleypt hefur staf af lyklaborði. Áhorfandinn er verðlaunaður eins og barn, með sirkusatriði, eftir að hafa verið duglegur að hlusta á fullorðna fólkið tala um ábúðarfullu málin. Og atriðin hafa, líkt og um börn væri að ræða, tekið æ ævintýralegri stefnu og orðið fríksjóv. Mér óx skegg (hormónatruflanir) síðasta sumar og bjóst alltaf við því að Kastljósið eða Ísland í dag hefði samband. Kannski rak mann því enn frekar í vörðurnar þegar þátturinn um gömlu konuna var kominn í liðinn þar sem yfirleitt bregður fyrir óvenjulegum minnihlutahópum og vakti upp spurningar. Setjum við eldri kynslóðina orðið í þann sama flokk? Og athyglin og ánægjan sem innslagið vakti, var hún tilkomin af því að í raun vantar þetta fólk algerlega inn í líf okkar, umræðu og fjölmiðlum? Þar sem okkur nægði að fá að sjá eldri konu gera dagsins eðlilegu hluti - fara í göngutúr og spila á spil. Eflaust var dagskrárliðurinn fyrst og fremst óþægileg áminning. Hver veit. Kannski eftir nokkur ár verður innslag í Kastljósi um fólk sem eyðir stund með börnunum sínum. Allir að elda saman og svona. Eða vegfaranda sem hugar að liggjandi manni.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun