Massa ósáttur við eigin árangur 22. júlí 2010 11:42 Felipe Massa er ekki ánægður með gengi sitt í síðustu mótum. Mynd: Getty Images Felipe Massa keppir á Hockenheim brautinni í Þýskalandi um helgina með Ferrari, en hann er ekki sáttur við gang mála í mótum ársins. Massa er í áttunda sæti í stigamóti ökumanna og liðsfélagi hans Fernando Alonso er fimmti. Massa komst á verðlaunapall í fyrstu tveimur mótum ársins og var efstur í stigmótinu um tíma. "Auðvitað er ég ekki glaður. Upphaf tímabilsins var ekki eins og ég átti von á. Fyrstu tvö mótin voru í lagi. en síðan hefur ekki gengið vel, sérstaklega ekki í síðustu þremur", sagði Massa í frétt um gang mála á autosport.com í dag. "Þegar maður upplifir það að ekkert gangi í þremur mótum í röð án stiga, vegna þess að eitthvað kemur upp, þá er það ekki skemmtilegt." Massa lenti óhappi í fyrstu beygjunni í Kanada, í mótinu í Valencia á Spáni féll hann úr fjórða sæti og niður listann þegar öryggisbíllinn kom út á óheppilegum tíma fyrir hann og Alonso og á Silverstone var hann í vandræðum í dekkjamálum. Þá féll hann úr fimmta sæti í það síðasta. Á jákvæðu nótunum segir hann þó að bíllinn sé betri en áður, vegna nýrra hluta í honum. "Við höfum tekið framfaraskref hvað útbúnað bílsins varðar og við verðum að vera áræðnir áfram í ljósi þess. Vonandi verður bíll okkar enn betri um helgina", sagði Massa. Sýnt er frá æfingum keppnisliða á Hockenheim á föstudag á Stöð 2 Sport kl. 19.30, lokæfingunni á laugardag kl. 08.55 og tímatökunni kl. 11.45. Kappaksturinn er sýndur, eins og tímatakan í opinni dagskrá á sunnudag kl. 11.30. Endmarkið er sýnt strax að lokinni keppni, þar sem allt það besta er sýnt úr mótinu, en sá þáttur er í læstri dagskrá. Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Valur - Tindastóll | Stólarnir nýlentir og Valsmenn bíða í ofvæni Körfubolti „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Felipe Massa keppir á Hockenheim brautinni í Þýskalandi um helgina með Ferrari, en hann er ekki sáttur við gang mála í mótum ársins. Massa er í áttunda sæti í stigamóti ökumanna og liðsfélagi hans Fernando Alonso er fimmti. Massa komst á verðlaunapall í fyrstu tveimur mótum ársins og var efstur í stigmótinu um tíma. "Auðvitað er ég ekki glaður. Upphaf tímabilsins var ekki eins og ég átti von á. Fyrstu tvö mótin voru í lagi. en síðan hefur ekki gengið vel, sérstaklega ekki í síðustu þremur", sagði Massa í frétt um gang mála á autosport.com í dag. "Þegar maður upplifir það að ekkert gangi í þremur mótum í röð án stiga, vegna þess að eitthvað kemur upp, þá er það ekki skemmtilegt." Massa lenti óhappi í fyrstu beygjunni í Kanada, í mótinu í Valencia á Spáni féll hann úr fjórða sæti og niður listann þegar öryggisbíllinn kom út á óheppilegum tíma fyrir hann og Alonso og á Silverstone var hann í vandræðum í dekkjamálum. Þá féll hann úr fimmta sæti í það síðasta. Á jákvæðu nótunum segir hann þó að bíllinn sé betri en áður, vegna nýrra hluta í honum. "Við höfum tekið framfaraskref hvað útbúnað bílsins varðar og við verðum að vera áræðnir áfram í ljósi þess. Vonandi verður bíll okkar enn betri um helgina", sagði Massa. Sýnt er frá æfingum keppnisliða á Hockenheim á föstudag á Stöð 2 Sport kl. 19.30, lokæfingunni á laugardag kl. 08.55 og tímatökunni kl. 11.45. Kappaksturinn er sýndur, eins og tímatakan í opinni dagskrá á sunnudag kl. 11.30. Endmarkið er sýnt strax að lokinni keppni, þar sem allt það besta er sýnt úr mótinu, en sá þáttur er í læstri dagskrá.
Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Valur - Tindastóll | Stólarnir nýlentir og Valsmenn bíða í ofvæni Körfubolti „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira