Flöskujól Júlía Margrét Alexandersdóttir skrifar 27. desember 2010 14:02 Þar sem jólin eru hátíð barnanna er barnið í manni oft ansi nærri á þessum árstíma. Án þess að sú sé endilega ætlunin, rifjast upp glefsur hér og þar - myndskeið ekki endilega bara tengd jólum. Misstórir munnbitar hrökkva upp fyrirvaralaust. Ég mundi til dæmis skyndilega eftir því í fyrradag þegar faðir minn framkvæmdi það stórkostlega töfrabragð að draga lakkrísreymar út úr naflanum á sér. Ég er heppin að eiga góðar jólaminningar og ég er þakklát þeim sem eiga þar heiður að, foreldrum mínum. Meyr og klökk sem ég er þó fyrir á þessu kvöldi. Þetta eru forréttindi því gleðitíminn jólin eru í reynd oft á tíðum harðbrjósta. Jafnvel þeim sterkustu er hrollkalt milli skinns og hörunds. Gamlar vondar tilfinningar hola sér niður við jólatréð að því er virðist hundrað árum síðar. Þeir sem burðast með rispuð og úldin, gömul barnajól á bakinu, hrista þau ekki svo auðveldlega af sér. Vond eða góð jól snúast ekki um efnivið þeirra heldur andann. Vínandann þá oft á tíðum. Vinur minn hatar jólin, hann fékk nóg af gjöfum en mamma var full. Tók góðan slurk af flöskunum meðan hún matbjó. Það passaði að þegar bjöllurnar hringdi hún inn var hún farin að henda pökkunum sínum fram af svölunum. Sjálf get ég aldrei gleymt sumarfríinu á Mallorca, leikfélögum mínum í næstu hótelíbúð, sem földu sig aftast í rútunni í einni skoðunarferðinni. Pabbi þeirra, þessi rólyndismaður öllu jafna, hafði fengið sér aðeins neðan í því áður en lagt var í hann. Hann öskraði á konuna sína, hótaði fararstjóranum, hló að hinum farþegunum. Þau reyndu að láta sig hverfa af skömm. Börnin geta litlu breytt, þau ráða ekki sínum jólum sjálf. Mörg þurfa að vinna úr vondu jólunum löngu síðar. Djákni, sem ég talaði við fyrir um tveimur árum, sagði mjög algengt að fólk ætti um sárt að binda á þessum tíma vegna minninga. Hann sagði að það hefði gefist mörgum vel að skapa sér jól á eigin forsendum og með öðrum hefðum. Ekki halda í það gamla. Sleppa. Fara jafnvel bara til útlanda, gera eitthvað alveg nýtt en ekki endurvarpa gömlu jólunum á nýja skjáinn. Þeir sem eru hins vegar að skapa hátíðina í dag, með börnunum sínum, geta svo haft það bak við eyrað að kannski ertu að skapa andrúmsloft sem leitast verður við að endurskapa langt eftir þinn dag. Varla viltu verða eltihrellandi draugur barnanna þinna hver þeirra fullorðinsjól? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Júlía Margrét Alexandersdóttir Skoðanir Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Þar sem jólin eru hátíð barnanna er barnið í manni oft ansi nærri á þessum árstíma. Án þess að sú sé endilega ætlunin, rifjast upp glefsur hér og þar - myndskeið ekki endilega bara tengd jólum. Misstórir munnbitar hrökkva upp fyrirvaralaust. Ég mundi til dæmis skyndilega eftir því í fyrradag þegar faðir minn framkvæmdi það stórkostlega töfrabragð að draga lakkrísreymar út úr naflanum á sér. Ég er heppin að eiga góðar jólaminningar og ég er þakklát þeim sem eiga þar heiður að, foreldrum mínum. Meyr og klökk sem ég er þó fyrir á þessu kvöldi. Þetta eru forréttindi því gleðitíminn jólin eru í reynd oft á tíðum harðbrjósta. Jafnvel þeim sterkustu er hrollkalt milli skinns og hörunds. Gamlar vondar tilfinningar hola sér niður við jólatréð að því er virðist hundrað árum síðar. Þeir sem burðast með rispuð og úldin, gömul barnajól á bakinu, hrista þau ekki svo auðveldlega af sér. Vond eða góð jól snúast ekki um efnivið þeirra heldur andann. Vínandann þá oft á tíðum. Vinur minn hatar jólin, hann fékk nóg af gjöfum en mamma var full. Tók góðan slurk af flöskunum meðan hún matbjó. Það passaði að þegar bjöllurnar hringdi hún inn var hún farin að henda pökkunum sínum fram af svölunum. Sjálf get ég aldrei gleymt sumarfríinu á Mallorca, leikfélögum mínum í næstu hótelíbúð, sem földu sig aftast í rútunni í einni skoðunarferðinni. Pabbi þeirra, þessi rólyndismaður öllu jafna, hafði fengið sér aðeins neðan í því áður en lagt var í hann. Hann öskraði á konuna sína, hótaði fararstjóranum, hló að hinum farþegunum. Þau reyndu að láta sig hverfa af skömm. Börnin geta litlu breytt, þau ráða ekki sínum jólum sjálf. Mörg þurfa að vinna úr vondu jólunum löngu síðar. Djákni, sem ég talaði við fyrir um tveimur árum, sagði mjög algengt að fólk ætti um sárt að binda á þessum tíma vegna minninga. Hann sagði að það hefði gefist mörgum vel að skapa sér jól á eigin forsendum og með öðrum hefðum. Ekki halda í það gamla. Sleppa. Fara jafnvel bara til útlanda, gera eitthvað alveg nýtt en ekki endurvarpa gömlu jólunum á nýja skjáinn. Þeir sem eru hins vegar að skapa hátíðina í dag, með börnunum sínum, geta svo haft það bak við eyrað að kannski ertu að skapa andrúmsloft sem leitast verður við að endurskapa langt eftir þinn dag. Varla viltu verða eltihrellandi draugur barnanna þinna hver þeirra fullorðinsjól?
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun