Umfjöllun: Fjölnir kláraði bensínlaust lið ÍR í 4. leikhluta Stefán Árni Pálsson skrifar 3. desember 2010 20:46 Jón Sverrisson í leiknum í kvöld. Mynd/Stefán Fjölni vann góðan sigur , 112-90, gegn ÍR í 16-liða úrslitum í Powerade-bikarnum í kvöld en leikið var í Seljaskóla. Gestirnir voru sterkari nánast allan leikinn og léku á köflum frábæran körfubolta með Ægi Steinarsson í broddi fylkinga en hann skoraði 21 stig og gaf 11 stoðsendingar. Gestirnir í Fjölni hófu leikinn með miklum látum og náðu fljótlega góðu forskoti. Ægir Steinarsson var að leika einkar vel og ÍR-ingar virtust ekkert ráða við hraðan hjá honum. Munurinn varð 15 stig á liðunum í stöðunni 28-13 og útlitið svart fyrir ÍR-inga. Rétt undir lok fyrsta leikhluta náðu heimamenn aðeins að laga stöðuna. ÍR-ingar héldu áfram að minnka muninn í byrjun annars leikhluta og munaði aðeins sex stigum þegar staðan var 34-40. Sveinbjörn Claessen, leikmaður ÍR, kom inn af varamannabekknum með mikla baráttu og stýrði ÍR-liðinu áfram. Þá sögðu Fjölnismenn hingað og ekki lengra og gjörsamlega keyrðu yfir breiðhyltinganna. Staðan í hálfleik var 47-66 Fjölnismönnum í vil. Það sást glögglega á stigafjölda gestanna að sóknarleikur þeirra var frábær, en í raun var lítil mótspyrna frá ÍR-ingum og vörnin hjá þeim í molum. Heimamenn voru andlausir og virkuðu í raun hræddir við spræka Fjölnisstráka. ÍR-ingar virkuðu með smá lífsmark í byrjun þriðja leikshluta og voru greinilega ekki alveg búnir að láta sig sigraða. Staðan var 59-68 um miðjan fjórðunginn og heimamenn aðeins farnir að láta til sín taka. Heimamenn héldu áfram að spila sig inn í leikinn og allt í einu var munurinn orðin aðeins sex stig 66-72 og spenna komin í Seljaskólann. Staðan var 72-78 eftir þrjá leikhluta og ÍR-ingar komnir í skotgírinn. Í lokaleikhlutanum virtist bensínið búið hjá ÍR-ingum eftir fínan sprett og Fjölnismenn voru í engum vandræðum með að klára leikinn. Gestirnir keyrðu hraðan upp úr öllu valdi í fjórðungnum og ÍR-ingar áttu fá svör. Leiknum lauk með öruggum sigri Fjölnis 112-90 og þeir eru komnir í 8-liða úrslitin í Powerade-bikarnum. Fjölnismenn eru með virkilega skemmtilegt lið og geta farið langt í þessari keppni.ÍR - Fjölnir 90-112 (47-66) ÍR: Kelly Biedler 32/ 14 fráköst/ 7 stoðsendingar, Nemanja Sovic 20/ 4 fráköst, Eiríkur Önundarson 13/ 4 fráköst/ 3 stoðsendingar, Níels Dungal 12, Sveinbjörn Claessen 7 / fráköst, Hjalti Friðriksson 6/ 5 fráköst, Fjölnir: Ben Stywall 24/7 fráköst, 6 stoðsendingar, Ægir Þór Steinarsson 21/11 stoðsendingar, Tómas Heiðar Tómasson 18/4 stoðsendingar, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 17/7 fráköst, Jón Sverrisson 14/ 6 fráköst, Sindri Kárason 6/2 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 5/7 stoðsendingar, Sigurður Þórarinsson 5, Trausti Eiríksson 2. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Í beinni: KR - Grindavík | Bæði lið geta jafnað toppliðið að stigum Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Sjá meira
Fjölni vann góðan sigur , 112-90, gegn ÍR í 16-liða úrslitum í Powerade-bikarnum í kvöld en leikið var í Seljaskóla. Gestirnir voru sterkari nánast allan leikinn og léku á köflum frábæran körfubolta með Ægi Steinarsson í broddi fylkinga en hann skoraði 21 stig og gaf 11 stoðsendingar. Gestirnir í Fjölni hófu leikinn með miklum látum og náðu fljótlega góðu forskoti. Ægir Steinarsson var að leika einkar vel og ÍR-ingar virtust ekkert ráða við hraðan hjá honum. Munurinn varð 15 stig á liðunum í stöðunni 28-13 og útlitið svart fyrir ÍR-inga. Rétt undir lok fyrsta leikhluta náðu heimamenn aðeins að laga stöðuna. ÍR-ingar héldu áfram að minnka muninn í byrjun annars leikhluta og munaði aðeins sex stigum þegar staðan var 34-40. Sveinbjörn Claessen, leikmaður ÍR, kom inn af varamannabekknum með mikla baráttu og stýrði ÍR-liðinu áfram. Þá sögðu Fjölnismenn hingað og ekki lengra og gjörsamlega keyrðu yfir breiðhyltinganna. Staðan í hálfleik var 47-66 Fjölnismönnum í vil. Það sást glögglega á stigafjölda gestanna að sóknarleikur þeirra var frábær, en í raun var lítil mótspyrna frá ÍR-ingum og vörnin hjá þeim í molum. Heimamenn voru andlausir og virkuðu í raun hræddir við spræka Fjölnisstráka. ÍR-ingar virkuðu með smá lífsmark í byrjun þriðja leikshluta og voru greinilega ekki alveg búnir að láta sig sigraða. Staðan var 59-68 um miðjan fjórðunginn og heimamenn aðeins farnir að láta til sín taka. Heimamenn héldu áfram að spila sig inn í leikinn og allt í einu var munurinn orðin aðeins sex stig 66-72 og spenna komin í Seljaskólann. Staðan var 72-78 eftir þrjá leikhluta og ÍR-ingar komnir í skotgírinn. Í lokaleikhlutanum virtist bensínið búið hjá ÍR-ingum eftir fínan sprett og Fjölnismenn voru í engum vandræðum með að klára leikinn. Gestirnir keyrðu hraðan upp úr öllu valdi í fjórðungnum og ÍR-ingar áttu fá svör. Leiknum lauk með öruggum sigri Fjölnis 112-90 og þeir eru komnir í 8-liða úrslitin í Powerade-bikarnum. Fjölnismenn eru með virkilega skemmtilegt lið og geta farið langt í þessari keppni.ÍR - Fjölnir 90-112 (47-66) ÍR: Kelly Biedler 32/ 14 fráköst/ 7 stoðsendingar, Nemanja Sovic 20/ 4 fráköst, Eiríkur Önundarson 13/ 4 fráköst/ 3 stoðsendingar, Níels Dungal 12, Sveinbjörn Claessen 7 / fráköst, Hjalti Friðriksson 6/ 5 fráköst, Fjölnir: Ben Stywall 24/7 fráköst, 6 stoðsendingar, Ægir Þór Steinarsson 21/11 stoðsendingar, Tómas Heiðar Tómasson 18/4 stoðsendingar, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 17/7 fráköst, Jón Sverrisson 14/ 6 fráköst, Sindri Kárason 6/2 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 5/7 stoðsendingar, Sigurður Þórarinsson 5, Trausti Eiríksson 2.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Í beinni: KR - Grindavík | Bæði lið geta jafnað toppliðið að stigum Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Sjá meira