Hamilton harður við sjálfan sig 13. september 2010 16:31 Lewis Hamilton hjá McLaren er í titilslag við fjóra aðra ökumenn. Mynd: Getty Images Martin Whitmarsh, yfirmaður McLaren segir að Lewis Hamilton sé harður við sjálfan sig þegar hann gerir mistök, eins og henti um helgina á Monza brautinni á Ítalíu. Þá keyrði Hamilton sig út úr keppni í fyrsta hring, mitt í hörkuslag um titilinn við fjóra aðra ökumenn. Hamilton lokaði sig af í herbergi í híbýlum McLaren eftir keppnina og Whitmarsh fór hans fund, eins og segir í frétt á autosport.com. Hamilton var í forystu í stigamótinu fyrir mótið, en hann er kominn aftur fyrir Mark Webber eftir mótið í gær. "Ég vissi að Lewis var í herberginu og hafði verið um stund. Ég fór og talaði við hann og við fórum yfir málin og lærum af því. Það sem er mikilvægast er að Lewis fari framúr að morgni, æfi og setji fókusinn á mótið í Síngapúr og standi sig. Hann mun gera það", sagði Whitmarsh í frétt autosport. "Hann er djarfur ökumaður, sem hefði kannski óskað þess að hafa gert eitthvað annað, þegar hlutirnir eru endurskoðaðir. En kappakstursökumenn vilja taka á því. Þannig er Lewis Hamilton og ég vil ekki breyta honum. Hann er frábær liðsmaður, persónuleiki og kappakstursmaður." "Við ættum að vera fremstur en erum það ekki. Við erum fimm stigum á eftir í keppni ökumanna og þremur í keppni bílasmiða. En það er ekki neitt til að tala um. Það eru vonbrigði að ná ekki þeim stigum sem er möguleiki að ná, en við erum reyndir í titilslag og komumst yfir vonbrigðin." "Lewis er harður við sjálfan sig. Hann vill vera fullkominn og vera besti ökumaður heims. Þegar mistök eru gerð, þá kemur eftirsjá. En þetta er spurning um millimetra og sentimetra á miklum hraða með andrenalínið flæðandi. Það er bilið á milli að vera hetja og ekki", sagði Whitmarsh. Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Martin Whitmarsh, yfirmaður McLaren segir að Lewis Hamilton sé harður við sjálfan sig þegar hann gerir mistök, eins og henti um helgina á Monza brautinni á Ítalíu. Þá keyrði Hamilton sig út úr keppni í fyrsta hring, mitt í hörkuslag um titilinn við fjóra aðra ökumenn. Hamilton lokaði sig af í herbergi í híbýlum McLaren eftir keppnina og Whitmarsh fór hans fund, eins og segir í frétt á autosport.com. Hamilton var í forystu í stigamótinu fyrir mótið, en hann er kominn aftur fyrir Mark Webber eftir mótið í gær. "Ég vissi að Lewis var í herberginu og hafði verið um stund. Ég fór og talaði við hann og við fórum yfir málin og lærum af því. Það sem er mikilvægast er að Lewis fari framúr að morgni, æfi og setji fókusinn á mótið í Síngapúr og standi sig. Hann mun gera það", sagði Whitmarsh í frétt autosport. "Hann er djarfur ökumaður, sem hefði kannski óskað þess að hafa gert eitthvað annað, þegar hlutirnir eru endurskoðaðir. En kappakstursökumenn vilja taka á því. Þannig er Lewis Hamilton og ég vil ekki breyta honum. Hann er frábær liðsmaður, persónuleiki og kappakstursmaður." "Við ættum að vera fremstur en erum það ekki. Við erum fimm stigum á eftir í keppni ökumanna og þremur í keppni bílasmiða. En það er ekki neitt til að tala um. Það eru vonbrigði að ná ekki þeim stigum sem er möguleiki að ná, en við erum reyndir í titilslag og komumst yfir vonbrigðin." "Lewis er harður við sjálfan sig. Hann vill vera fullkominn og vera besti ökumaður heims. Þegar mistök eru gerð, þá kemur eftirsjá. En þetta er spurning um millimetra og sentimetra á miklum hraða með andrenalínið flæðandi. Það er bilið á milli að vera hetja og ekki", sagði Whitmarsh.
Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira