Rússneskur bílaframleiðandi í Formúlu 1 11. nóvember 2010 09:53 Richard Branson og Christian Horner sem tryggði Red Bull liðinu meistaratitil bílasmiða um síðustu helgi. Mynd: Getty Images/Paul Gilham Sportbílaframleiðandinn Marussia í Rússlandi hefur keypt vænan hlut í Virgin liðinu breska, sem er stýrt af auðkýfingnum Richard Branson sem á Virgin flugfélagið og yfir 400 önnur fyrirtæki. Í ljósi þessara kaupa þá verður liðið endurskírt og mun heita Marussia Virgin Racing á næsta keppnistímabili. Fréttin kemur skömmu í kjölfar þess að Bernie Ecclestone tilkynnti að Formúlu 1 mót yrði i Rússlandi árið 2014. "Fyrsta ár okkar í Formúlu 1 var erfitt og það var ljóst frá upphafi og ekki síst þar sem því var komið á laggirnar í kreppunni", sagði Branson, eigandi og yfirmaður Virgin um málið í frétt á autosport.com. "Virgin er hæstánægt sem fyrirtæki að hafa tryggt samstarfsaðila sem hefur sömu sjónarmið og anda og við. Markmiðið verður að takast á við þá sem hafa ráðið ferðinni í Formúlu 1 og þróa lið okkar", sagði Branson. Marussia er ekki þekkt merki á heimsvísu, en framleiða m.a. bíla sem líkja má við Ferrari, Lamborghini og álíka sportbíla á markaðnum. Einn rússneskur ökumaður er í Formúlu 1, en það er Vitaly Petrov hjá Renault. Annar rússneskur ökumaður, Mikhail Alesshin fær prufu með Renault í Abu Dhabi eftir Formúlu 1 mótið sem verður þar um helgina. Margir ungir ökumenn munu þá fá tækifæri að prófa Formúlu 1 bíla með hinum ýmsu keppnisliðum. Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Sportbílaframleiðandinn Marussia í Rússlandi hefur keypt vænan hlut í Virgin liðinu breska, sem er stýrt af auðkýfingnum Richard Branson sem á Virgin flugfélagið og yfir 400 önnur fyrirtæki. Í ljósi þessara kaupa þá verður liðið endurskírt og mun heita Marussia Virgin Racing á næsta keppnistímabili. Fréttin kemur skömmu í kjölfar þess að Bernie Ecclestone tilkynnti að Formúlu 1 mót yrði i Rússlandi árið 2014. "Fyrsta ár okkar í Formúlu 1 var erfitt og það var ljóst frá upphafi og ekki síst þar sem því var komið á laggirnar í kreppunni", sagði Branson, eigandi og yfirmaður Virgin um málið í frétt á autosport.com. "Virgin er hæstánægt sem fyrirtæki að hafa tryggt samstarfsaðila sem hefur sömu sjónarmið og anda og við. Markmiðið verður að takast á við þá sem hafa ráðið ferðinni í Formúlu 1 og þróa lið okkar", sagði Branson. Marussia er ekki þekkt merki á heimsvísu, en framleiða m.a. bíla sem líkja má við Ferrari, Lamborghini og álíka sportbíla á markaðnum. Einn rússneskur ökumaður er í Formúlu 1, en það er Vitaly Petrov hjá Renault. Annar rússneskur ökumaður, Mikhail Alesshin fær prufu með Renault í Abu Dhabi eftir Formúlu 1 mótið sem verður þar um helgina. Margir ungir ökumenn munu þá fá tækifæri að prófa Formúlu 1 bíla með hinum ýmsu keppnisliðum.
Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira