Sölvi Geir Ottesen tryggði FC Kaupmannahöfn 3-2 sigur á Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Sölvi Geir kom inn á sem varamaður á 82. mínútu í stöðunni 1-1 en sigurmark hans kom síðan í uppbótartíma.
Sölvi Geir er að ná sér eftir handarbrot en hefur komið við sögu í síðustu þremur leikjum FCK. Lyngby komst í 2-1 aðeins fjórum mínútum síðar en FCK jafnaði á 87. mínútu og sigurmark Sölva Geir kom síðan eftir að það voru liðnar 90 mínútur af leiknum.
Kenneth Zohore kom FCK í 1-0 á 13. mínútu en Kim Aabech jafnaði fyrir Lyngby aðeins níu mínútum síðar. Sölvi Geir kom inn á sem varamaður fyrir miðjumanninn William Kvist en fjórum mínútum síðar kom Lasse Rise
Lyngby í 2-1. Morten Nordstrand jafnaði leikinn áður Sölvi Geir skoraði sigurmarkið.
FC Kaupmannahöfn er með örugga sautján stiga forustu FC Midtjylland á toppnum en Midtjylland á reyndar leik inni.
Sölvi Geir Ottesen tryggði FCK sigur í uppbótartíma
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
