Hodgson: Getur ekki verið betra - myndband af marki Dempsey Elvar Geir Magnússon skrifar 19. mars 2010 09:45 Roy Hodgson. Roy Hodgson, knattspyrnustjóri Fulham, var gjörsamlega í skýjunum eftir ótrúlegan umsnúning liðsins í Evrópudeildinni. Liðið náði að leggja ítalska stórliðið Juventus með 5-4 samanlögðum sigri. Fulham vann ótrúlegan 4-1 sigur í seinni leiknum en flestir töldu liðið dauðadæmt í keppninni eftir 3-1 tap á Ítalíu. Annað kom á daginn og er Fulham í pottinum þegar dregið verður í átta liða úrslitin í hádeginu. „Ég veit ekki hvort þetta sé stærsta kvöldið í sögu félagsins en það hlýtur að komast nálægt því. Þetta er sögulegt afrek sem strákarnir náðu," sagði Hodgson eftir leik. Fulham lenti undir strax á 2. mínútu í gær. „Við gætum ekki byrjað verr. Við náðum að gera brekkuna enn brattari. Eftir að við fengum þetta mark á okkur fórum við að spila frábærlega og stuðningsmennirnir voru við bakið á okkur. Það var aldrei ómögulegt að snúa þessu við og sem betur fer höfðum við heppnina með okkur," sagði Hodgson. Vendipunktur leiksins var þegar Fabio Cannavaro, varnarmaður Juventus, fékk rautt spjald í stöðunni 1-1. „Það er frábært að ná alla leið í átta liða úrslit. Við lékum okkar fyrsta leik í enda júlí og verðum enn með í keppninni í næsta mánuði. Þetta getur ekki verið betra" Clint Dempsey batt endahnútinn á viðureignina með mögnuðu marki 4-1. „Ég átti að skora fyrr í leiknum úr skallafæri og var pirraður. Þegar ég fékk boltann kom það upp í huga minn að koma honum inn hjá fjærstönginni. Í níu skipti af tíu hefði ég ekki hitt boltann svona," sagði Dempsey. Þegar Dempsey var spurður hvort Fulham ætti möguleika á að fara alla leið í keppninni og vinna hana var svarið: „Maður veit aldrei, af hverju ekki? Ef þú leggur hart að þér og trúir að það sé möguleiki. Ég hef trúa á því." Smelltu hér til að sjá myndband af marki Dempsey Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Fleiri fréttir Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sjá meira
Roy Hodgson, knattspyrnustjóri Fulham, var gjörsamlega í skýjunum eftir ótrúlegan umsnúning liðsins í Evrópudeildinni. Liðið náði að leggja ítalska stórliðið Juventus með 5-4 samanlögðum sigri. Fulham vann ótrúlegan 4-1 sigur í seinni leiknum en flestir töldu liðið dauðadæmt í keppninni eftir 3-1 tap á Ítalíu. Annað kom á daginn og er Fulham í pottinum þegar dregið verður í átta liða úrslitin í hádeginu. „Ég veit ekki hvort þetta sé stærsta kvöldið í sögu félagsins en það hlýtur að komast nálægt því. Þetta er sögulegt afrek sem strákarnir náðu," sagði Hodgson eftir leik. Fulham lenti undir strax á 2. mínútu í gær. „Við gætum ekki byrjað verr. Við náðum að gera brekkuna enn brattari. Eftir að við fengum þetta mark á okkur fórum við að spila frábærlega og stuðningsmennirnir voru við bakið á okkur. Það var aldrei ómögulegt að snúa þessu við og sem betur fer höfðum við heppnina með okkur," sagði Hodgson. Vendipunktur leiksins var þegar Fabio Cannavaro, varnarmaður Juventus, fékk rautt spjald í stöðunni 1-1. „Það er frábært að ná alla leið í átta liða úrslit. Við lékum okkar fyrsta leik í enda júlí og verðum enn með í keppninni í næsta mánuði. Þetta getur ekki verið betra" Clint Dempsey batt endahnútinn á viðureignina með mögnuðu marki 4-1. „Ég átti að skora fyrr í leiknum úr skallafæri og var pirraður. Þegar ég fékk boltann kom það upp í huga minn að koma honum inn hjá fjærstönginni. Í níu skipti af tíu hefði ég ekki hitt boltann svona," sagði Dempsey. Þegar Dempsey var spurður hvort Fulham ætti möguleika á að fara alla leið í keppninni og vinna hana var svarið: „Maður veit aldrei, af hverju ekki? Ef þú leggur hart að þér og trúir að það sé möguleiki. Ég hef trúa á því." Smelltu hér til að sjá myndband af marki Dempsey
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Fleiri fréttir Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sjá meira