Webber jók forskotið í stigamótinu 10. október 2010 12:50 Mark Webber er efstur í stigamóti Formúlu 1 ökumanna. Mynd: Getty Images Mark Webber er kominn með 14 stiga forskot í stigamóti Formúlu 1 ökumanna eftir að hafa náð öðru sæti í mótinu í Singapúr í dag. Webber er með 220 stig, Fernando Alonso og Sebastian Vettel 206, Lewis Hamilton 192 og Jenson Button 189. Þremur mótum er ólokið og hlutirnir líta vænlega út fyrir Webber, en eftir á að keppa í Suður Kóreu á nýrri braut, Brasilíu og Abu Dhabi. Staðan hefur breyst talsvert síðustu vikurnar í stigakeppninni. "Fyrir tveimur vikum var Lewis aðal keppinauturinn, síðan Fernando. Þetta breytist hratt, en mest er um vert að þetta er að skríða í rétta átt og ég þarf að halda þessu áfram", sagði Webber á fréttamannafundi. "Sebastian átti sigurinn skilinn í dag, vann sitt verk vel, en við höfum séð það að fimmenningarnir í titlslagnum geta allir unnið mót. Eða fjórir. Jenson hefur náð góðum mótum í rigningu, en þegar það er þurrt hafa hinir fjórir barist. Ég þarf að vinna sigur og ég get gert það. Það kæmi sér vel, en áreiðanleiki bílsins skiptir líka máli ásamt fjölda annarra þátta." Engin ökumannanna hafa ekið á næstu braut, sem er í Suður Kóreu, en um tíma var óljóst hvort keppnin færi fram. Framkvæmdir hafa tafist en FIA mun skoða brautina í vikunni hvað öryggi og búnað varðar. Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Mark Webber er kominn með 14 stiga forskot í stigamóti Formúlu 1 ökumanna eftir að hafa náð öðru sæti í mótinu í Singapúr í dag. Webber er með 220 stig, Fernando Alonso og Sebastian Vettel 206, Lewis Hamilton 192 og Jenson Button 189. Þremur mótum er ólokið og hlutirnir líta vænlega út fyrir Webber, en eftir á að keppa í Suður Kóreu á nýrri braut, Brasilíu og Abu Dhabi. Staðan hefur breyst talsvert síðustu vikurnar í stigakeppninni. "Fyrir tveimur vikum var Lewis aðal keppinauturinn, síðan Fernando. Þetta breytist hratt, en mest er um vert að þetta er að skríða í rétta átt og ég þarf að halda þessu áfram", sagði Webber á fréttamannafundi. "Sebastian átti sigurinn skilinn í dag, vann sitt verk vel, en við höfum séð það að fimmenningarnir í titlslagnum geta allir unnið mót. Eða fjórir. Jenson hefur náð góðum mótum í rigningu, en þegar það er þurrt hafa hinir fjórir barist. Ég þarf að vinna sigur og ég get gert það. Það kæmi sér vel, en áreiðanleiki bílsins skiptir líka máli ásamt fjölda annarra þátta." Engin ökumannanna hafa ekið á næstu braut, sem er í Suður Kóreu, en um tíma var óljóst hvort keppnin færi fram. Framkvæmdir hafa tafist en FIA mun skoða brautina í vikunni hvað öryggi og búnað varðar.
Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira