Grímuklædd ungmenni tókust á við lögreglu í nokkrum borgum Frakklands í gær, þar sem fjöldi fólks hefur mótmælt áformum stjórnvalda um að hækka eftirlaunaaldur.
Samgöngur voru víða í lamasessi í landinu. Hætta þurfti við hundruð flugferða, langar biðraðir mynduðust við bensínstöðvar og lestarsamgöngur féllu víða niður. Æ meiri harka er að færast í mótmælin og er óttast að átök fari vaxandi næstu daga.
Nicolas Sarkozy forseti gaf í gær loforð um að lög og regla verði tryggð og ólátaseggir teknir úr umferð.- gb