Kristín Birna Ólafsdóttir grindahlaupari úr ÍR keppir á morgun á alþjóðlegri grindahlaupshátíð sem haldin er á Aarhus-stadion í Danmörku.
Kristín keppir í 400m grindahlaupi og er þetta mót lokahnykkurinn í undirbúningi hennar fyrir keppni á Evrópumeistararmótinu sem fram fer í Barcelona og hefst 27. Júlí. Kristín Birna keppir á EM ásamt fimm öðrum keppendum frá Íslandi.
Best hefur Kristín hlaupið á 58,31 sek en þá bætti hún sig um rúma hálfa sekúndu á alþjóðlegu móti í Hollandi um miðjan júní. Kristín fær mjög góða keppni frá stúlkum sem eiga frá 55 sekúnum upp í 62 sekúndur.
Kristín Birna keppir á alþjóðlegri grindahlaupshátíð
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir
Íslenski boltinn

Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“
Íslenski boltinn






Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM
Handbolti
