Webber og Vettel frjálst að berjast 25. september 2010 08:40 Sebastian Vettel og Mark Webber voru fljótastir í Singapúr í gær og mega keppa innbyrðis um titilinn. Mynd: Getty Images Dietrich Mateschitz eigandi Red Bull Formúlu 1 liðsins segir að Mark Webber og Sebastian Vettel sé frjálst að keppa innbyrðis hjá liðinu, en báðir eru í slag um meistaratitilinn. Webber er efstur í stigamótinu, en Vettel fimmti. Þeir skiptust á að vera með besta tíma á æfingum á Singapúr brautinni í gær. Ökumenn sem keppa í Singapúr um helgina aka á æfingum í dag og verður lokaæfingin í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 10.55, en tímatakan er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 vegna Íslandsmótsins í knattspyrnu sem er á sama tíma á Stöð 2 Sport. Tímatakan verður svo endursýnd kl. 17.30 á Stöð 2 Sport í dag. "Við styðjum bæði Mark og Sebastian. Þeim er frjálst að keppa. Á meðan annar þeirra er ekki út úr myndinni í titilslagnum, þá skiptum við okkur af þeim", sagði Mateschitz um ökumenn sína á autosport.com. Ef Mark hefði unnið á Monza og Sebastian fallið úr leik, þá hefði Red Bull skoðað stöðuna. Aðspurður um hvort Vettel þyrfti stuðning vegna mikillar ákefðar við stýrið sagði Mateschitz. "Hann þarf engan stuðning, þó það geti átt við aðra. Vettel veit að hann er á einum besta bílnum og reynir af kappi", sagði eigandi Red Bull, en Vettel hefur gert nokkuð af mistökum á árinu og keyrði m.a. á Webber í slag um fyrsta sætið í einu mótinu. Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Dietrich Mateschitz eigandi Red Bull Formúlu 1 liðsins segir að Mark Webber og Sebastian Vettel sé frjálst að keppa innbyrðis hjá liðinu, en báðir eru í slag um meistaratitilinn. Webber er efstur í stigamótinu, en Vettel fimmti. Þeir skiptust á að vera með besta tíma á æfingum á Singapúr brautinni í gær. Ökumenn sem keppa í Singapúr um helgina aka á æfingum í dag og verður lokaæfingin í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 10.55, en tímatakan er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 vegna Íslandsmótsins í knattspyrnu sem er á sama tíma á Stöð 2 Sport. Tímatakan verður svo endursýnd kl. 17.30 á Stöð 2 Sport í dag. "Við styðjum bæði Mark og Sebastian. Þeim er frjálst að keppa. Á meðan annar þeirra er ekki út úr myndinni í titilslagnum, þá skiptum við okkur af þeim", sagði Mateschitz um ökumenn sína á autosport.com. Ef Mark hefði unnið á Monza og Sebastian fallið úr leik, þá hefði Red Bull skoðað stöðuna. Aðspurður um hvort Vettel þyrfti stuðning vegna mikillar ákefðar við stýrið sagði Mateschitz. "Hann þarf engan stuðning, þó það geti átt við aðra. Vettel veit að hann er á einum besta bílnum og reynir af kappi", sagði eigandi Red Bull, en Vettel hefur gert nokkuð af mistökum á árinu og keyrði m.a. á Webber í slag um fyrsta sætið í einu mótinu.
Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira