Hægt að ganga strax frá þriðjungi gjaldeyrislána 1. október 2010 06:00 Viðskipti Sendir verða út greiðsluseðlar eða uppgjör vegna tæplega þriðjungs bílalánasamninga í erlendri mynt nú í byrjun mánaðarins. Bæði Íslandsbanki Fjármögnun og SP fjármögnun hafa lokið endurútreikningi á lánum sem verið hafa með sama greiðanda frá upphafi. Fjöldi þeirra sem fyrsta kastið fá endurútreikning hjá Íslandsbanka er 5.260 talsins, en alls þarf bankinn að endurreikna á tólfta þúsund lána. Heildarfjöldi samninga hjá SP er nærri 30 þúsundum, en þar hefur verið lokið við endurútreikning 7.800 lána. Fjárútlát vegna ofgreiðslna liggja þó ekki enn fyrir. Eftir bankahrun hægði á greiðslum vegna margvíslegra úrræða sem lánafyrirtækin buðu upp á. Samkvæmt heimildum blaðsins hafa því á milli 50 og 60 prósent lántakenda ekki ofgreitt af lánum sínum. Þá eru dæmi um að þótt komið hafi til ofgreiðslna sem myndi inneign hjá lánafyrirtækinu, þá sé hún minni en nemur eftirstöðvum lánsins. Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri Avant, segir fyrstu greiðsluseðla eða uppgjör verða senda viðskiptavinum um miðjan mánuðinn. „Við leggjum fyrst og fremst áherslu á að útreikningurinn verði sem réttastur," segir hann. Samningar Avant eru á bilinu átta til tíu þúsund og segir hann að í fyrsta áfanga verði hægt að endurreikna 20 til 30 prósent þeirra. Viðskiptavinir Íslandsbanka geta strax í dag skoðað stöðu lána sinna á vef Íslandsbanka Fjármögnunar. Hafi verið ofgreitt af láni er hægt að lækka eftirstöðvar þess eða láta millifæra inn á bankareikning. Nýr gjalddagi með nýrri afborgun verður í nóvember. „Starfsmenn bankans hafa unnið sleitulaust að því að endurreikna lán viðskiptavina og stór hluti þeirra getur nú séð útreikning lánsins og gengið frá honum á vefsíðu bankans," segir Ingvar Stefánsson, yfirmaður Íslandsbanka Fjármögnunar. „Fram undan er mikil vinna við að klára þessa endurútreikninga og vonandi leysist fljótt úr þeirri réttaróvissu sem ríkir um hvernig haga skuli uppgjöri þeirra sem hafa yfirtekið lán eða samninga." Haraldur Ólafsson, forstöðumaður verkefna- og þjónustusviðs hjá SP-Fjármögnun, segir endurútreikning þar liggja fyrir strax á mánudag. Hann vonast til þess að með boðuðu lagafrumvarpi efnahags- og viðskiptaráðherra vegna gengislánadómsins um miðjan mánuðinn verði eytt óvissu um hvernig ganga skuli frá þeim lánum sem út af standa. „Þegar sú niðurstaða liggur fyrir, vonandi í nóvember, þá verðum við tilbúin með okkar útreikning hvaða leið sem verður fyrir valinu." Framkvæmdastjóri Lýsingar svaraði ekki fyrirspurn um stöðu endurútreiknings. olikr@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Viðskipti Sendir verða út greiðsluseðlar eða uppgjör vegna tæplega þriðjungs bílalánasamninga í erlendri mynt nú í byrjun mánaðarins. Bæði Íslandsbanki Fjármögnun og SP fjármögnun hafa lokið endurútreikningi á lánum sem verið hafa með sama greiðanda frá upphafi. Fjöldi þeirra sem fyrsta kastið fá endurútreikning hjá Íslandsbanka er 5.260 talsins, en alls þarf bankinn að endurreikna á tólfta þúsund lána. Heildarfjöldi samninga hjá SP er nærri 30 þúsundum, en þar hefur verið lokið við endurútreikning 7.800 lána. Fjárútlát vegna ofgreiðslna liggja þó ekki enn fyrir. Eftir bankahrun hægði á greiðslum vegna margvíslegra úrræða sem lánafyrirtækin buðu upp á. Samkvæmt heimildum blaðsins hafa því á milli 50 og 60 prósent lántakenda ekki ofgreitt af lánum sínum. Þá eru dæmi um að þótt komið hafi til ofgreiðslna sem myndi inneign hjá lánafyrirtækinu, þá sé hún minni en nemur eftirstöðvum lánsins. Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri Avant, segir fyrstu greiðsluseðla eða uppgjör verða senda viðskiptavinum um miðjan mánuðinn. „Við leggjum fyrst og fremst áherslu á að útreikningurinn verði sem réttastur," segir hann. Samningar Avant eru á bilinu átta til tíu þúsund og segir hann að í fyrsta áfanga verði hægt að endurreikna 20 til 30 prósent þeirra. Viðskiptavinir Íslandsbanka geta strax í dag skoðað stöðu lána sinna á vef Íslandsbanka Fjármögnunar. Hafi verið ofgreitt af láni er hægt að lækka eftirstöðvar þess eða láta millifæra inn á bankareikning. Nýr gjalddagi með nýrri afborgun verður í nóvember. „Starfsmenn bankans hafa unnið sleitulaust að því að endurreikna lán viðskiptavina og stór hluti þeirra getur nú séð útreikning lánsins og gengið frá honum á vefsíðu bankans," segir Ingvar Stefánsson, yfirmaður Íslandsbanka Fjármögnunar. „Fram undan er mikil vinna við að klára þessa endurútreikninga og vonandi leysist fljótt úr þeirri réttaróvissu sem ríkir um hvernig haga skuli uppgjöri þeirra sem hafa yfirtekið lán eða samninga." Haraldur Ólafsson, forstöðumaður verkefna- og þjónustusviðs hjá SP-Fjármögnun, segir endurútreikning þar liggja fyrir strax á mánudag. Hann vonast til þess að með boðuðu lagafrumvarpi efnahags- og viðskiptaráðherra vegna gengislánadómsins um miðjan mánuðinn verði eytt óvissu um hvernig ganga skuli frá þeim lánum sem út af standa. „Þegar sú niðurstaða liggur fyrir, vonandi í nóvember, þá verðum við tilbúin með okkar útreikning hvaða leið sem verður fyrir valinu." Framkvæmdastjóri Lýsingar svaraði ekki fyrirspurn um stöðu endurútreiknings. olikr@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun