Keflvíkingar á EM í Futsal í dag - Vitum ekkert hvað við erum að fara út í Hjalti Þór Hreinsson skrifar 14. ágúst 2010 07:15 Fréttablaðið/Daníel „Við höfum ekkert æft enda verið að einbeita okkur að Pepsi-deildinni og við vitum ekkert hvað við erum að fara út í," segir Guðmundur Steinarsson, Keflvíkingur. Hann er einn af fjórtán liðsmönnum sem taka þátt í Evrópumótinu í Futsal sem hefst á Ásvöllum í Hafnarfirði í dag. Þar er keppt í innanhússknattspyrnu, fimm eru í liði og ótakmarkaðar skiptingar eru leyfðar. Þá er boltinn minni og þyngri en venjulegur fótbolti. „Þetta snýst mikið um leikskilning, tækni og menn þurfa að vera klókir. Snerpa hjálpar líka. Þetta er ekkert brjálæðislega frábrugðið því að spila venjulega knattspyrnu. Við erum meðal annars með gamla jálkinn Zoran Ljubicic í liðinu, hann kann þetta alveg. Þetta snýst um það." Hann segir að liðið, sem varð Íslandsmeistari árið 2010, ætli að æfa tvisvar fyrir fyrsta leik í dag og það hefur þegar aflað sér upplýsinga um andstæðingana. Tvö íslensk lið, Víðir úr Garði og Hvöt frá Blönduósi hafa tekið þátt í EM í Futsal en ekki unnið leik. „Mig langar ógeðslega að vinna einn leik, að ná Evrópusigri," segir Guðmundur en andstæðingar Keflvíkinga eru mjög sterkir. Þeir koma frá Hollandi, Frakklandi og Svíþjóð. „Það þarf aðeins að koma Futsal betur á kortið. Ef menn setja aðeins meiri metnað í þetta getur þetta boðið upp á helling. Ég verð að viðurkenna að ég var ekki með til að byrja með en eftir að ég byrjaði fannst mér þetta mjög gaman. Ef við náum einhverjum árangri gæti þetta líka stækkað aðeins," sagði Guðmundur. Fyrsti leikur liðsins er klukkan 17.30 í dag, hálftíma áður en bikarúrslitaleikur KR og FH fer fram. „Sá leikur var færður, hann átti að vera klukkan tvö. Það eru auðvitað ekki komnir fastir leikdagar eða neitt slíkt hjá KSÍ með Futsal. En ég hvet alla til að mæta í hlýjuna á Ásvöllum í stað þess að húka í kuldanum á Laugardalsvelli," sagði Guðmundur léttur. Keflavík leikur klukkan 17.30 í dag, á morgun og á þriðjudaginn. Aðeins 500 krónur kostar inn á hvern leik eða 1.000 á alla þrjá. Íslenski boltinn Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Er ekki loksins kominn tími á það að því að við vinnum Danina? Fótbolti Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira
„Við höfum ekkert æft enda verið að einbeita okkur að Pepsi-deildinni og við vitum ekkert hvað við erum að fara út í," segir Guðmundur Steinarsson, Keflvíkingur. Hann er einn af fjórtán liðsmönnum sem taka þátt í Evrópumótinu í Futsal sem hefst á Ásvöllum í Hafnarfirði í dag. Þar er keppt í innanhússknattspyrnu, fimm eru í liði og ótakmarkaðar skiptingar eru leyfðar. Þá er boltinn minni og þyngri en venjulegur fótbolti. „Þetta snýst mikið um leikskilning, tækni og menn þurfa að vera klókir. Snerpa hjálpar líka. Þetta er ekkert brjálæðislega frábrugðið því að spila venjulega knattspyrnu. Við erum meðal annars með gamla jálkinn Zoran Ljubicic í liðinu, hann kann þetta alveg. Þetta snýst um það." Hann segir að liðið, sem varð Íslandsmeistari árið 2010, ætli að æfa tvisvar fyrir fyrsta leik í dag og það hefur þegar aflað sér upplýsinga um andstæðingana. Tvö íslensk lið, Víðir úr Garði og Hvöt frá Blönduósi hafa tekið þátt í EM í Futsal en ekki unnið leik. „Mig langar ógeðslega að vinna einn leik, að ná Evrópusigri," segir Guðmundur en andstæðingar Keflvíkinga eru mjög sterkir. Þeir koma frá Hollandi, Frakklandi og Svíþjóð. „Það þarf aðeins að koma Futsal betur á kortið. Ef menn setja aðeins meiri metnað í þetta getur þetta boðið upp á helling. Ég verð að viðurkenna að ég var ekki með til að byrja með en eftir að ég byrjaði fannst mér þetta mjög gaman. Ef við náum einhverjum árangri gæti þetta líka stækkað aðeins," sagði Guðmundur. Fyrsti leikur liðsins er klukkan 17.30 í dag, hálftíma áður en bikarúrslitaleikur KR og FH fer fram. „Sá leikur var færður, hann átti að vera klukkan tvö. Það eru auðvitað ekki komnir fastir leikdagar eða neitt slíkt hjá KSÍ með Futsal. En ég hvet alla til að mæta í hlýjuna á Ásvöllum í stað þess að húka í kuldanum á Laugardalsvelli," sagði Guðmundur léttur. Keflavík leikur klukkan 17.30 í dag, á morgun og á þriðjudaginn. Aðeins 500 krónur kostar inn á hvern leik eða 1.000 á alla þrjá.
Íslenski boltinn Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Er ekki loksins kominn tími á það að því að við vinnum Danina? Fótbolti Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira