Vettel stoltur af titli Red Bull 7. nóvember 2010 21:43 Sebastian fagnar sigri í dag. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Sebastian Vettel hjá Red Bull er hluti af stórri liðsheild sem fagnaði fyrsta meistaratitlinum í Formúlu 1 og tryggði sér titil bílasmiða með tvöföldum sigri í Brasilíu í dag. Vettel lagði grunn að sigri með því að fara strax framúr Nico Hulkenberg sem var fremstur á ráslínu. Vettel sá við honum fyrir fyrstu beygju. "Þetta var ótrúlegur dagur og ekki auðveld keppni. Ég sá að Nico spólaði of mikið af stað og ég nýtt færið og skaut mér framúr honum. Hann skildi ekki eftir mikið pláss, en nóg samt", sagði Vettel eftir keppnina. Vettel stjórnaði í raun hraðanum í keppninni og Mark Webber liðsfélagi Vettels, sem varð annar átti aldrei raunhæfa möguleika á að skáka honum. "Þetta hefur ekki verið auðvelt tímabil, eins mótið í Kóreu. Við svöruðum því með að liðið stóð saman og vann tvöfaldan sigur og tryggði titil bílasmiða áður en tímabilinu er lokið." "Þetta var frábært og við erum enn að berjast um titil ökumanna. Ég þarf að losna við þennan gaur (Alonso). Ég er mjög stoltur af liðinu í heild sinni. Red Bull var með þetta markmið áður en ég byrjaði í Formúlu 1 og það er gott að vera hluti af því. Ég er mjög stoltur. Stoltur af liðinu, af sjálfum mér og þetta hefur verið frábær dagur", sagði Vettel. Vettel , Webber, Fernando Alonso og Lewis Hamilton eiga allir möguleika á meistaratitil ökumanna í síðasta móti ársins, sem verður í Abu Dhabi um næstu helgi. Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Sebastian Vettel hjá Red Bull er hluti af stórri liðsheild sem fagnaði fyrsta meistaratitlinum í Formúlu 1 og tryggði sér titil bílasmiða með tvöföldum sigri í Brasilíu í dag. Vettel lagði grunn að sigri með því að fara strax framúr Nico Hulkenberg sem var fremstur á ráslínu. Vettel sá við honum fyrir fyrstu beygju. "Þetta var ótrúlegur dagur og ekki auðveld keppni. Ég sá að Nico spólaði of mikið af stað og ég nýtt færið og skaut mér framúr honum. Hann skildi ekki eftir mikið pláss, en nóg samt", sagði Vettel eftir keppnina. Vettel stjórnaði í raun hraðanum í keppninni og Mark Webber liðsfélagi Vettels, sem varð annar átti aldrei raunhæfa möguleika á að skáka honum. "Þetta hefur ekki verið auðvelt tímabil, eins mótið í Kóreu. Við svöruðum því með að liðið stóð saman og vann tvöfaldan sigur og tryggði titil bílasmiða áður en tímabilinu er lokið." "Þetta var frábært og við erum enn að berjast um titil ökumanna. Ég þarf að losna við þennan gaur (Alonso). Ég er mjög stoltur af liðinu í heild sinni. Red Bull var með þetta markmið áður en ég byrjaði í Formúlu 1 og það er gott að vera hluti af því. Ég er mjög stoltur. Stoltur af liðinu, af sjálfum mér og þetta hefur verið frábær dagur", sagði Vettel. Vettel , Webber, Fernando Alonso og Lewis Hamilton eiga allir möguleika á meistaratitil ökumanna í síðasta móti ársins, sem verður í Abu Dhabi um næstu helgi.
Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira