Bandaríkjamenn veðjuðu grimmt á úrslitin í Ofurskálarleiknum á milli Indianapolis Colts og New Orleans Saints. Alls var veðjað fyrir tæpar 83 milljónir dollara á leikinn en spilavítin í Nevada komu út í tæplega 7 milljóna dollara gróða eftir leikinn.
Veðmangarar spáðu Colts sigri með fjögurra stiga mun en Saints vann leikinn með 14 stiga mun eins og kunnugt er.
Spilavítin græddu mest á Super Bowl-leiknum árið 2005 þegar New England Patriots lagði Philadelphia Eagles af velli. Þá græddu spilavítin rúmar 15 milljónir dollara.
Spilavítin töpuðu aftur á móti 2,6 milljónum dollara árið 2008 þegar New York Giants lagði Patriots.