Ávallt gleður glámurinn Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 13. nóvember 2010 06:00 You Will Meet a Tall Dark Stranger eftir Woody Allen. Bíó *** You Will Meet a Tall Dark Stranger Leikstjóri: Woody Allen. Aðalhlutverk: Gemma Jones, Anthony Hopkins, Naomi Watts, Josh Brolin, Freida Pinto, Antonio Banderas. Woody Allen gerir kvikmynd á hverju ári. Það hefur ekki klikkað síðan árið 1981. Þá var ég ársgamall. Þetta er ótrúleg „framleiðni" en óhjákvæmilega er árangurinn ekki alltaf fullkominn þegar menn vinna svona hratt. Og nú er nýjasta afurð gleraugnaglámsins umdeilda komin í kvikmyndahús. Hin nýfráskilda Helena er fastakúnni spákonu sem segir henni ávallt það sem hún vill heyra. Fyrrverandi eiginmaðurinn er svo þjakaður af fiðringnum gráa að hann trúlofast ungri vændiskonu. Dóttirin lætur sig dreyma um ástarævintýri með yfirmanninum. Atvinnulausi tengdasonurinn bíður eftir listrænni andagift til þess að geta klárað skáldsögu en þokkafulla nágrannakonan á hug hans allan. Þetta er nokkuð hefðbundin söguflétta að hætti Woody Allen. Margar persónur, mörg vandamál og existentialískri spurningu varpað fram í lokin. Hvaðan komum við? Hvert förum við? Er fáfræði blessun? Já, eða bara það sem honum er hugleikið hverju sinni. Woody Allen trúir ekki á hið yfirnáttúrulega, sama hvaða nafni það kallast. Það verður augljósara með hverri myndinni sem hann gerir. Stundum er boðskapurinn einlægur og fyndinn, en stundum ber hann yfirbragð þvingunar og pirrings. Í þetta skiptið tókst vel til. You Will Meet a Tall Dark Stranger er fyndin og heiðarleg. Ekki frábær, en betri en síðasta. Ég bíð spenntur eftir næstu. Niðurstaða: Súpa dagsins, að hætti hússins. Bætir, hressir og kætir. Mest lesið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Leita að krökkum til að taka þátt í alþjóðlegu tónlistarmyndbandi Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Fleiri fréttir Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira
Bíó *** You Will Meet a Tall Dark Stranger Leikstjóri: Woody Allen. Aðalhlutverk: Gemma Jones, Anthony Hopkins, Naomi Watts, Josh Brolin, Freida Pinto, Antonio Banderas. Woody Allen gerir kvikmynd á hverju ári. Það hefur ekki klikkað síðan árið 1981. Þá var ég ársgamall. Þetta er ótrúleg „framleiðni" en óhjákvæmilega er árangurinn ekki alltaf fullkominn þegar menn vinna svona hratt. Og nú er nýjasta afurð gleraugnaglámsins umdeilda komin í kvikmyndahús. Hin nýfráskilda Helena er fastakúnni spákonu sem segir henni ávallt það sem hún vill heyra. Fyrrverandi eiginmaðurinn er svo þjakaður af fiðringnum gráa að hann trúlofast ungri vændiskonu. Dóttirin lætur sig dreyma um ástarævintýri með yfirmanninum. Atvinnulausi tengdasonurinn bíður eftir listrænni andagift til þess að geta klárað skáldsögu en þokkafulla nágrannakonan á hug hans allan. Þetta er nokkuð hefðbundin söguflétta að hætti Woody Allen. Margar persónur, mörg vandamál og existentialískri spurningu varpað fram í lokin. Hvaðan komum við? Hvert förum við? Er fáfræði blessun? Já, eða bara það sem honum er hugleikið hverju sinni. Woody Allen trúir ekki á hið yfirnáttúrulega, sama hvaða nafni það kallast. Það verður augljósara með hverri myndinni sem hann gerir. Stundum er boðskapurinn einlægur og fyndinn, en stundum ber hann yfirbragð þvingunar og pirrings. Í þetta skiptið tókst vel til. You Will Meet a Tall Dark Stranger er fyndin og heiðarleg. Ekki frábær, en betri en síðasta. Ég bíð spenntur eftir næstu. Niðurstaða: Súpa dagsins, að hætti hússins. Bætir, hressir og kætir.
Mest lesið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Leita að krökkum til að taka þátt í alþjóðlegu tónlistarmyndbandi Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Fleiri fréttir Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira