Hverjir þurfa að hugsa sinn gang? Karólína Einarsdóttir og Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar 22. desember 2010 06:00 Á árunum 1999 til 2009 gagnrýndi þingflokkur VG harðlega þann hroka og samráðsleysi sem einkenndi vinnubrögð ríkisstjórna þess tíma. Vinnubrögðum sem birtust í því að stjórnarliðar á Alþingi voru notaðir sem strengjabrúður foringjanna og fengu lítið til málanna að leggja. Þetta gagnrýndi VG og krafðist þess að skýr mörk væru á milli framkvæmdarvalds og löggjafarvalds, að sjálfstæði löggjafarvaldsins væri aukið. Ennfremur hefur bæði flokksráð og landsfundur ályktað í þessa veru. Stefna flokksins er skýr hvað þetta varðar: Tryggja þarf lýðræðislegri stjórnarhætti í landinu. Ein af niðurstöðum skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis var að lélegir stjórnarhættir sem einkenndust af foringjaræði, hjarðhegðun, gagnrýnisleysi og ofurvaldi þröngra sjónarmiða hafi verið meðal ástæðna hrunsins. Í ljósi alls þessa eru það mikil vonbrigði hversu lítið hefur verið gert til að uppræta þær ólýðræðislegu hefðir sem hafa fest í sessi á Alþingi. Þvert á móti hafa ráðherrar VG og meirihluti þingflokksins, ásamt stjórnarliðum Samfylkingar, tekið upp þessi lágkúrulegu vinnubrögð og beitt þumalskrúfum á þá þingmenn sem voga sér að hafa efasemdir um stefnu flokkseigendanna og forystunnar. Það er algjörlega óásættanlegt að reynt sé að þvinga þingmenn til að fara gegn eigin sannfæringu. Og það er líka óásættanlegt að þingmenn láti nauðbeygja sig. Með því að sitja hjá við atkvæðagreiðslu um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar í síðustu viku stóðu þingmennirnir Lilja, Atli og Ásmundur Einar í fæturna þrátt fyrir mótbyr og eiga hrós og virðingu okkar skilda. Þremenningarnir stóðu með sannfæringu sinni og gerðu það sem fleiri mættu gera. Þau voru gagnrýnin og bentu á aðrar færar leiðir, leiðir sem samræmast betur hugmyndafræði VG. Með þessu voru þremenningarnir ekki að lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, heldur voru þau að kalla eftir faglegri og lýðræðislegri vinnubrögðum í stjórnarráðinu og á Alþingi, og að gera það sem þeim ber að gera lögum samkvæmt, þ.e. að fara eftir eigin sannfæringu. Það er kjarni málsins. Okkur þykja undarleg þau orð sem hafa verið látin falla af félögum okkar í þingflokki VG. Það er fráleitt að þremenningunum sé ekki lengur stætt í þingliði flokksins og að þau þurfi „að hugsa sinn gang“. Við, sem höfum starfað í grasrót VG, höfum lagt mikið upp úr lýðræðislegri umræðu og virðingu fyrir ólíkum sjónarmiðum og finnst því miður að í þingflokki VG njóti þær hugmyndir ekki meiri skilnings en viðbrögð flokksforystunnar ber vitni. Þremenningarnir þurfa ekki að „hugsa sinn gang“, það eru aðrir í þingflokknum og þó sérstaklega forysta VG sem þurfa að hugsa sinn gang. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sólveig Anna Jónsdóttir Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Hindúisminn og allir hinir -ismarnir í lífi mínu Þórhallur Heimisson Skoðun Líf og dauði við Aðalstræti Helgi Þorláksson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Á árunum 1999 til 2009 gagnrýndi þingflokkur VG harðlega þann hroka og samráðsleysi sem einkenndi vinnubrögð ríkisstjórna þess tíma. Vinnubrögðum sem birtust í því að stjórnarliðar á Alþingi voru notaðir sem strengjabrúður foringjanna og fengu lítið til málanna að leggja. Þetta gagnrýndi VG og krafðist þess að skýr mörk væru á milli framkvæmdarvalds og löggjafarvalds, að sjálfstæði löggjafarvaldsins væri aukið. Ennfremur hefur bæði flokksráð og landsfundur ályktað í þessa veru. Stefna flokksins er skýr hvað þetta varðar: Tryggja þarf lýðræðislegri stjórnarhætti í landinu. Ein af niðurstöðum skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis var að lélegir stjórnarhættir sem einkenndust af foringjaræði, hjarðhegðun, gagnrýnisleysi og ofurvaldi þröngra sjónarmiða hafi verið meðal ástæðna hrunsins. Í ljósi alls þessa eru það mikil vonbrigði hversu lítið hefur verið gert til að uppræta þær ólýðræðislegu hefðir sem hafa fest í sessi á Alþingi. Þvert á móti hafa ráðherrar VG og meirihluti þingflokksins, ásamt stjórnarliðum Samfylkingar, tekið upp þessi lágkúrulegu vinnubrögð og beitt þumalskrúfum á þá þingmenn sem voga sér að hafa efasemdir um stefnu flokkseigendanna og forystunnar. Það er algjörlega óásættanlegt að reynt sé að þvinga þingmenn til að fara gegn eigin sannfæringu. Og það er líka óásættanlegt að þingmenn láti nauðbeygja sig. Með því að sitja hjá við atkvæðagreiðslu um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar í síðustu viku stóðu þingmennirnir Lilja, Atli og Ásmundur Einar í fæturna þrátt fyrir mótbyr og eiga hrós og virðingu okkar skilda. Þremenningarnir stóðu með sannfæringu sinni og gerðu það sem fleiri mættu gera. Þau voru gagnrýnin og bentu á aðrar færar leiðir, leiðir sem samræmast betur hugmyndafræði VG. Með þessu voru þremenningarnir ekki að lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, heldur voru þau að kalla eftir faglegri og lýðræðislegri vinnubrögðum í stjórnarráðinu og á Alþingi, og að gera það sem þeim ber að gera lögum samkvæmt, þ.e. að fara eftir eigin sannfæringu. Það er kjarni málsins. Okkur þykja undarleg þau orð sem hafa verið látin falla af félögum okkar í þingflokki VG. Það er fráleitt að þremenningunum sé ekki lengur stætt í þingliði flokksins og að þau þurfi „að hugsa sinn gang“. Við, sem höfum starfað í grasrót VG, höfum lagt mikið upp úr lýðræðislegri umræðu og virðingu fyrir ólíkum sjónarmiðum og finnst því miður að í þingflokki VG njóti þær hugmyndir ekki meiri skilnings en viðbrögð flokksforystunnar ber vitni. Þremenningarnir þurfa ekki að „hugsa sinn gang“, það eru aðrir í þingflokknum og þó sérstaklega forysta VG sem þurfa að hugsa sinn gang.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun