Karlasveitirnar keppa í -66,-73,-81,-90 og +90 kg þyngdarflokkum en konurnar keppa í -52,-57,-63,-70,og +70kg þyngdarflokkum. Sú sveit vinnur síðan sem landar flestum vinningum í þessum fimm flokkum.
Í kvennaflokki vann sveit JR (Júdófélags Reykjavíkur) 3-2 sigur í úrslitaleiknum á móti sveit Júdódeildar KA en í karlaflokki unnu Ármenningar 3-2 sigur á A-sveit JR. Þar voru margar gríðalega spennandi viðureignir sem sumar hverjar gátu endað hjá hvoru liðinu sem var.
Í þriðja sæti voru tvær sveitir jafnar og skiptu því á milli sín bronsverðlaununum og voru það sveit JR-B og sveit KA-A.
