Íslendingaliðið IFK Gautaborg gerði í dag markalaust jafntefli við Örebro á heimavelli í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.
Þeir Ragnar Sigurðsson, Hjálmar Jónsson og Theodór Elmar Bjarnason voru allir í byrjunarliði Gautaborgar og léku allan leikinn.
Gautaborg er í ellefta sæti deildarinnar með fjórtán stig eftir þrettán leiki. Örebro er í þriðja sæti með 22 stig.
Þá vann Öster, lið Davíðs Þórs Viðarssonar, góðan útisigur á Hammarby, 1-0, á útivelli í sænsku B-deildinni í dag. Davíð Þór tók út leikbann í leiknum.
Með sigrinum færðist Öster upp úr fallsæti og í það tólfta af sextán liðum.