Gáfu bönkum meira frelsi en EES krafðist 15. apríl 2010 03:00 Jón Baldvin Hannibalsson og Davíð ODDsson Frá og með því að aðild Íslands að EES var samþykkt árið 1993 í starfstíð svokallaðrar Viðeyjarstjórnar Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks hefur Alþingi gert margvíslegar breytingar á lögum um starfsemi fjármálafyrirtækja. Margar þeirra voru ekki nauðsynlegar fyrir aðild að EES. Stjórnvöld gáfu íslensku bönkunum miklu meira starfsfrelsi en skylt var samkvæmt samningunum um evrópska efnahagsvæðið, segir rannsóknarnefnd Alþingis. Þetta jók áhættuna og gerði bankana vanbúna að mæta kreppu. Starfsheimildir íslensku viðskiptabankanna voru rýmkaðar mun meira en aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu útheimti. Rannsóknarnefnd Alþingis segir að þótt Íslendingar hafi, vegna aðildarinnar að Evrópska efnahagssvæðinu (EES), innleitt tilskipanir Evrópusambandsins um fjármálamarkaðinn hafi þeim ekki verið bannað að setja, eða viðhalda, strangari reglur um fjármálafyrirtæki heima fyrir. Þetta svigrúm hafi hins vegar ekki verið nýtt. Fyrst og fremst réði þar það pólitíska sjónarmið að draga þyrfti úr séríslenskum ákvæðum og bæta samkeppnisstöðu íslenskra fjármálafyrirtækja á EES-svæðinu. „Áherslan var ekki á hvort tilefni væri til og heimildir væru innan ramma tilskipana Evrópusambandsins (ESB) til að taka mið af þeim aðstæðum á Íslandi sem væru sérstakar,“ segir í skýrslu rannsóknarnefndarinnar sem bendir á að þar hafi bæði verið um að ræða atriði sem snertu áhrif þessarar starfsemi í íslensku viðskiptalífi og þeirrar „hættu að náin hagsmunatengsl og samþjöppun eignarhalds leiddi til kerfislægrar áhættu og hagsmunaárekstra“. Nefndin skoðaði sérstaklega sjö atriði sem breyttust varðandi fjármálafyrirtæki í kjölfar aðildarinnar að EES. Þetta eru auknar heimildir til fjárfesta í ótengdum atvinnurekstri, til lánafyrirgreiðslu til stjórnenda, til að fjárfesta í fasteignafélögum, til að veita lán til kaupa á eigin hlutum, minni kröfur til rekstrarfyrirkomulags verðbréfafyrirtækja, auknar heimildir til að reka vátryggingafélög og í sjöunda lagi auknar heimildir til að fara með hlut í öðrum lánastofnunum. Rannsóknarnefndin bendir á að samkvæmt lágmarkskröfum tilskipana ESB hafi Íslandi ekki verið skylt að að auka starfsheimildir bankanna á þennan hátt. Heimildirnar hafi verulega aukið áhættu í bankakerfinu. Nefnt er að í apríl 2008 voru 46 prósent af útlánum bankanna til eignarhaldsfélaga og að bankarnir hafi ekki tryggt stöðu sína eins vel og þeim var unnt varðandi þessi lán ef til vanskila kæmi. „Sérstaka athygli vekur að frelsi lánastofnana til að stunda áhættusamari fjárfestingar var aukið umtalsvert á þessu tímabili og þá meðal annars með því að heimila viðskiptabanka án þess að svigrúmi til aukinnar áhættutöku hafi um leið fylgt fullnægjandi aðhald og kröfur um eigið fé,“ segir í skýrslu nefndarinnar. „Meðal annars af þeim sökum voru fjármálafyrirtækin illa í stakk búin til að mæta þeim erfiðleikum sem komu upp á alþjóðlegum fjármálamörkuðum árið 2008.“ gar@frettabladid.is Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Stjórnvöld gáfu íslensku bönkunum miklu meira starfsfrelsi en skylt var samkvæmt samningunum um evrópska efnahagsvæðið, segir rannsóknarnefnd Alþingis. Þetta jók áhættuna og gerði bankana vanbúna að mæta kreppu. Starfsheimildir íslensku viðskiptabankanna voru rýmkaðar mun meira en aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu útheimti. Rannsóknarnefnd Alþingis segir að þótt Íslendingar hafi, vegna aðildarinnar að Evrópska efnahagssvæðinu (EES), innleitt tilskipanir Evrópusambandsins um fjármálamarkaðinn hafi þeim ekki verið bannað að setja, eða viðhalda, strangari reglur um fjármálafyrirtæki heima fyrir. Þetta svigrúm hafi hins vegar ekki verið nýtt. Fyrst og fremst réði þar það pólitíska sjónarmið að draga þyrfti úr séríslenskum ákvæðum og bæta samkeppnisstöðu íslenskra fjármálafyrirtækja á EES-svæðinu. „Áherslan var ekki á hvort tilefni væri til og heimildir væru innan ramma tilskipana Evrópusambandsins (ESB) til að taka mið af þeim aðstæðum á Íslandi sem væru sérstakar,“ segir í skýrslu rannsóknarnefndarinnar sem bendir á að þar hafi bæði verið um að ræða atriði sem snertu áhrif þessarar starfsemi í íslensku viðskiptalífi og þeirrar „hættu að náin hagsmunatengsl og samþjöppun eignarhalds leiddi til kerfislægrar áhættu og hagsmunaárekstra“. Nefndin skoðaði sérstaklega sjö atriði sem breyttust varðandi fjármálafyrirtæki í kjölfar aðildarinnar að EES. Þetta eru auknar heimildir til fjárfesta í ótengdum atvinnurekstri, til lánafyrirgreiðslu til stjórnenda, til að fjárfesta í fasteignafélögum, til að veita lán til kaupa á eigin hlutum, minni kröfur til rekstrarfyrirkomulags verðbréfafyrirtækja, auknar heimildir til að reka vátryggingafélög og í sjöunda lagi auknar heimildir til að fara með hlut í öðrum lánastofnunum. Rannsóknarnefndin bendir á að samkvæmt lágmarkskröfum tilskipana ESB hafi Íslandi ekki verið skylt að að auka starfsheimildir bankanna á þennan hátt. Heimildirnar hafi verulega aukið áhættu í bankakerfinu. Nefnt er að í apríl 2008 voru 46 prósent af útlánum bankanna til eignarhaldsfélaga og að bankarnir hafi ekki tryggt stöðu sína eins vel og þeim var unnt varðandi þessi lán ef til vanskila kæmi. „Sérstaka athygli vekur að frelsi lánastofnana til að stunda áhættusamari fjárfestingar var aukið umtalsvert á þessu tímabili og þá meðal annars með því að heimila viðskiptabanka án þess að svigrúmi til aukinnar áhættutöku hafi um leið fylgt fullnægjandi aðhald og kröfur um eigið fé,“ segir í skýrslu nefndarinnar. „Meðal annars af þeim sökum voru fjármálafyrirtækin illa í stakk búin til að mæta þeim erfiðleikum sem komu upp á alþjóðlegum fjármálamörkuðum árið 2008.“ gar@frettabladid.is
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira