Það sem hefur verið afskrifað er aðeins toppurinn á ísjakanum Valur Grettisson skrifar 30. nóvember 2010 22:08 Steinþór Pálsson. „Við erum með fleiri hundruð milljarða sem á eftir að afskrifa," sagði bankastjóri Landsbankans, Steinþór Pálsson, í viðtali við Þórhall Gunnarsson í þættinum Návígi í Ríkissjónvarpinu í kvöld. Þórhallur gekk hart á Steinþór vegna afskrifta á skuldum Jakobs Valgeirs Flosasonar útgerðarmanns en hann kom meðal annars að Stím málinu umdeilda. Þá liggur fyrir að Jakob hefur fengið milljarða afskrifaða hjá hinum ýmsu aðilum. Þórhallur spurði Steinþór hvort þetta stæðist þá siðferðislegu ábyrgð sem bankinn hefði gagnvart samfélaginu og Steinþór sagði svo vera. Hann sagði siðferðislegu spurninguna alltaf erfiða þegar kæmi að því að afskrifa skuldir til þess að tryggja bestu útkomuna fyrir bankann. Hann sagði bankann í rauninni standa frammi fyrir syndum gömlu bankanna: „Lánastarfsemin fyrir hrun var skrítin," sagði Steinþór. Steinþór minnti á að sérstök eftirlitsnefnd, sem Alþingi skipaði, hefði eftirlit með bankanum „og þeir gefa okkur góða umsögn varðandi jafnræði," sagði Steinþór og átti við jafnræði á milli viðskiptavina. Þá áréttaði Steinþór að afskriftir væru ekki gjöf til viðkomandi sem fengi afskrifað. Bankinn skildi í raun fyrirtækin eftir skuldsett, en eingöngu þannig að fyrirtækin yrðu lífvænlega í framtíðinni. Hann sagði það mikilvægt fyrir samfélagið og bankann að sum fyrirtæki fengu að lifa áfram, meðal annars með tilliti til þeirra starfa sem gætu tapast ef fyrirtækin færu í þrot. Steinþór sagði bankann hafa möguleikann á því að setja þúsundir fyrirtækja í þrot. Það væru þó ekki góð viðskipti. Þórhallur spurði svo Steinþór í lok viðtalsins aftur um hinar gríðarlegu afskriftir sem eru fyrirhugaðar. Steinþór svaraði því til að þarna væri um fleiri hundruð milljarða afskriftir að ræða og tók undir orð Þórhalls um að það sem hefur verið afskrifað væri aðeins toppurinn á ísjakanum. „Já, vegna þess hvernig lánabækurnar voru," sagði Steinþór. Stím málið Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira
„Við erum með fleiri hundruð milljarða sem á eftir að afskrifa," sagði bankastjóri Landsbankans, Steinþór Pálsson, í viðtali við Þórhall Gunnarsson í þættinum Návígi í Ríkissjónvarpinu í kvöld. Þórhallur gekk hart á Steinþór vegna afskrifta á skuldum Jakobs Valgeirs Flosasonar útgerðarmanns en hann kom meðal annars að Stím málinu umdeilda. Þá liggur fyrir að Jakob hefur fengið milljarða afskrifaða hjá hinum ýmsu aðilum. Þórhallur spurði Steinþór hvort þetta stæðist þá siðferðislegu ábyrgð sem bankinn hefði gagnvart samfélaginu og Steinþór sagði svo vera. Hann sagði siðferðislegu spurninguna alltaf erfiða þegar kæmi að því að afskrifa skuldir til þess að tryggja bestu útkomuna fyrir bankann. Hann sagði bankann í rauninni standa frammi fyrir syndum gömlu bankanna: „Lánastarfsemin fyrir hrun var skrítin," sagði Steinþór. Steinþór minnti á að sérstök eftirlitsnefnd, sem Alþingi skipaði, hefði eftirlit með bankanum „og þeir gefa okkur góða umsögn varðandi jafnræði," sagði Steinþór og átti við jafnræði á milli viðskiptavina. Þá áréttaði Steinþór að afskriftir væru ekki gjöf til viðkomandi sem fengi afskrifað. Bankinn skildi í raun fyrirtækin eftir skuldsett, en eingöngu þannig að fyrirtækin yrðu lífvænlega í framtíðinni. Hann sagði það mikilvægt fyrir samfélagið og bankann að sum fyrirtæki fengu að lifa áfram, meðal annars með tilliti til þeirra starfa sem gætu tapast ef fyrirtækin færu í þrot. Steinþór sagði bankann hafa möguleikann á því að setja þúsundir fyrirtækja í þrot. Það væru þó ekki góð viðskipti. Þórhallur spurði svo Steinþór í lok viðtalsins aftur um hinar gríðarlegu afskriftir sem eru fyrirhugaðar. Steinþór svaraði því til að þarna væri um fleiri hundruð milljarða afskriftir að ræða og tók undir orð Þórhalls um að það sem hefur verið afskrifað væri aðeins toppurinn á ísjakanum. „Já, vegna þess hvernig lánabækurnar voru," sagði Steinþór.
Stím málið Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira