Þorsteinn Ingvarsson komst ekki áfram í úrslit í langstökki karla á EM í frjálsum íþróttum í Barcelona. Hann varð í 26. sæti af 29 keppendum í undanúrslitunum í dag.
Þorsteinn stökk lengst 7,59 metra en hann á best 7,79 metra. Hann stökk 7,44 metra í fyrstu tilraun en gerði ógilt í annarri tilraun.
Hann var næstyngstur allra keppenda en sá yngsti, hinn nítján ára Eusebio Caceres frá Spáni, átti lengsta stökk dagsins ásamt Þjóðverjanum Christian Reif. Báðir stukku 8,27 metra.