Hið ákjósanlega og raunveruleikinn Björn Þór Sigbjörnsson skrifar 22. júlí 2010 06:00 Eignarhald á fjölmiðlum er sígilt umræðu- og viðfangsefni í þeim ríkjum þar sem fjölmiðlun er frjáls. Við og við eru lög um eignarhald tekin til endurskoðunar og rætt er um ágæti eigendanna sjálfra. Ýmis sjónarmið eru uppi um hvernig best sé að haga málum og eru lög misjöfn eftir því hvar borið er niður. Sums staðar er blaðaútgáfa háð skilyrðum en annars staðar er hún að mestu frjáls. Í norrænu ríkjunum er reglan almennt sú að blaðaútgáfa lúti almennum samkeppnisreglum. Íslendingar búa við mikið frjálsræði hvað þetta varðar. Hér eru hvorki takmarkanir á eignarhaldi fjölmiðla né er skylt að upplýsa um eignarhald þeirra. Á því kunna þó að verða breytingar. Í frumvarpi menntamálaráðherra til laga um fjölmiðla er kveðið á um upplýsingaskyldu og enn fremur að samþjöppun eignarhalds á fjölmiðlamarkaði verði könnuð og takmarkanir þar um bundnar í lög ef ástæða þykir til. Það er afskaplega mikilvægt að ekki leiki vafi á hvernig eignarhaldi fjölmiðla er háttað. Almenningur á heimtingu á að vita hver eða hverjir standa að starfsemi þeirra. Galin er sú hugmynd að miðill sem vill láta taka sig alvarlega geti verið í eigu huldufólks. Eigendur þessa blaðs leyndu um skeið eignarhaldinu, sjálfum sér og blaðinu til óþæginda og jafnvel skaða. Nauðsynlegt er að í skrám yfir eigendur verði getið um þá einstaklinga sem að baki standa en ekki látið við sitja að birta nöfn eignarhaldsfélaga með lögheimili á lögmannsstofum eins og við þekkjum svo vel úr viðskiptasögunni. Þó enn sé óvíst hvort eignarhald á fjölmiðlum verði takmarkað með einhverjum hætti er víst að áfram verður rætt um ágæti eigendanna. Það er eðlilegt að fólk hafi skoðanir á hvort heppilegt eða jafnvel eðlilegt sé að þessi eða hinn eigi fjölmiðil þótt mismunandi ástæður geti legið að baki slíkum hugsunum. Eigendur 365 hafa eðlilega ekki farið varhluta af svoleiðis vangaveltum. Þeir eru umdeildir vegna framgöngu sinnar í viðskiptalífinu á umliðnum árum. Liggja jafnvel undir ámæli um að bera höfuðábyrgð á hruni bankakerfisins. Hvorki þarf slíkar ásakanir til né ný eða gömul dómsmál svo spurningar vakni um hvort heppilegt sé að fólk sem er umsvifamikið á tilteknum sviðum þjóðlífsins eigi fjölmiðla. Best væri vitaskuld að eigendur fjölmiðla gerðu ekki annað en að eiga fjölmiðla. Í öllu falli væri ákjósanlegt að eigendurnir væru ekki reglulegt umfjöllunarefni fjölmiðla. En hvað sem þessu líður er álitaefni hvort rétt sé að takmarka með lögum möguleika fólks til að eiga blað eða annan fjölmiðil. Lagasetning getur ekki byggst á pirringi eða reiði. Þegar allt kemur til alls veltur velgengni fjölmiðla á efni þeirra. Hún byggir á því trausti sem notendurnir sýna með lestri, hlustun eða áhorfi. Ef engin er eftirspurnin er starfseminni sjálfhætt. Traust á fjölmiðli er reist á verkum almennra starfsmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Þór Sigbjörnsson Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun
Eignarhald á fjölmiðlum er sígilt umræðu- og viðfangsefni í þeim ríkjum þar sem fjölmiðlun er frjáls. Við og við eru lög um eignarhald tekin til endurskoðunar og rætt er um ágæti eigendanna sjálfra. Ýmis sjónarmið eru uppi um hvernig best sé að haga málum og eru lög misjöfn eftir því hvar borið er niður. Sums staðar er blaðaútgáfa háð skilyrðum en annars staðar er hún að mestu frjáls. Í norrænu ríkjunum er reglan almennt sú að blaðaútgáfa lúti almennum samkeppnisreglum. Íslendingar búa við mikið frjálsræði hvað þetta varðar. Hér eru hvorki takmarkanir á eignarhaldi fjölmiðla né er skylt að upplýsa um eignarhald þeirra. Á því kunna þó að verða breytingar. Í frumvarpi menntamálaráðherra til laga um fjölmiðla er kveðið á um upplýsingaskyldu og enn fremur að samþjöppun eignarhalds á fjölmiðlamarkaði verði könnuð og takmarkanir þar um bundnar í lög ef ástæða þykir til. Það er afskaplega mikilvægt að ekki leiki vafi á hvernig eignarhaldi fjölmiðla er háttað. Almenningur á heimtingu á að vita hver eða hverjir standa að starfsemi þeirra. Galin er sú hugmynd að miðill sem vill láta taka sig alvarlega geti verið í eigu huldufólks. Eigendur þessa blaðs leyndu um skeið eignarhaldinu, sjálfum sér og blaðinu til óþæginda og jafnvel skaða. Nauðsynlegt er að í skrám yfir eigendur verði getið um þá einstaklinga sem að baki standa en ekki látið við sitja að birta nöfn eignarhaldsfélaga með lögheimili á lögmannsstofum eins og við þekkjum svo vel úr viðskiptasögunni. Þó enn sé óvíst hvort eignarhald á fjölmiðlum verði takmarkað með einhverjum hætti er víst að áfram verður rætt um ágæti eigendanna. Það er eðlilegt að fólk hafi skoðanir á hvort heppilegt eða jafnvel eðlilegt sé að þessi eða hinn eigi fjölmiðil þótt mismunandi ástæður geti legið að baki slíkum hugsunum. Eigendur 365 hafa eðlilega ekki farið varhluta af svoleiðis vangaveltum. Þeir eru umdeildir vegna framgöngu sinnar í viðskiptalífinu á umliðnum árum. Liggja jafnvel undir ámæli um að bera höfuðábyrgð á hruni bankakerfisins. Hvorki þarf slíkar ásakanir til né ný eða gömul dómsmál svo spurningar vakni um hvort heppilegt sé að fólk sem er umsvifamikið á tilteknum sviðum þjóðlífsins eigi fjölmiðla. Best væri vitaskuld að eigendur fjölmiðla gerðu ekki annað en að eiga fjölmiðla. Í öllu falli væri ákjósanlegt að eigendurnir væru ekki reglulegt umfjöllunarefni fjölmiðla. En hvað sem þessu líður er álitaefni hvort rétt sé að takmarka með lögum möguleika fólks til að eiga blað eða annan fjölmiðil. Lagasetning getur ekki byggst á pirringi eða reiði. Þegar allt kemur til alls veltur velgengni fjölmiðla á efni þeirra. Hún byggir á því trausti sem notendurnir sýna með lestri, hlustun eða áhorfi. Ef engin er eftirspurnin er starfseminni sjálfhætt. Traust á fjölmiðli er reist á verkum almennra starfsmanna.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun