Alonso ætlar að pressa á Red Bull 7. október 2010 15:47 Fernando Alonso er mættur til Japan og fyrstu æfingar fara fram í nótt. Mynd: Getty Images Spánverjinn Fernando Alonso sem hefur unnið tvö síðustu Formúlu 1 mót á Ferrari er staðráðinn í að pressa hressilega á Red Bull ökumennina Mark Webber og Sebastian Vettel, sem þykja líklegir til afreka á Suzuka brautinni í Japan um helgina. Alonso er 11 stigum á eftir Mark Webber á Red Bull í stigamótinu, eftir tvo sigra í röð, en Lewis Hamilton er þriðji á McLaren. Sebastian Vettel fjórði og Jenson Button fimmti, en 25 stig eru á milli Webbers og Buttons. Allir eiga þeir möguleika á titlinum, þegar fjórum mótum er ólokið. "Red Bull liðið er líklegt í toppslagnum. Eiginleikar bílanna henta (Suzuka) brautinni, en það þýðir ekki að þeir geti unnið auðvelda sigra. Við höfum séð áður á árinu að það var ekki allt að virka sem skyldi á brautum sem áttu að henta Red Bull. Eitthvað kom upp, þannig að við verðum að pressa þá", sagði Alonso í frétt á autosport.com í dag. Hann ræddi við fjölmiðlamenn í Japan. "Af þeim fjórum mótum sem eftir eru, þá er Suzuka góð fyrir þá. Óvíst er hver staðan er gagnvart hinum þremur brautunum, sérstaklega Kóreu. Það mót verður erfitt fyrir alla. Það eru fimm ökumenn með möguleika og McLaren liðið verður sterkt og mun sækja af krafti í þeim mótum sem eftir eru. Slagurinn er galopinn." "Það virðist vera sem að það sé nauðsynlegt að halda slagkrafti milli móta, en við höfum séð menn vinna tvö mót, eða komast á verðlaunapall tvisvar til þrisvar í röð, svo gengur illa, en svo eru þeir komnir aftur í slaginn." "Engin hefur getað haldið dampi í 6-7 mótum í röð af ýmsum ástæðum og það má því búast við erfiðum tímum og við verðum að gæta þess að örvænta ekki. Heldur að ná sem flestum stigum. Stundum verðum við á verðlaunapalli, stundum kannski í fimmta sæti, en þá þurfum við að vera sameinaðir og sleppa örvæntingunni", sagði Alonso. Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Spánverjinn Fernando Alonso sem hefur unnið tvö síðustu Formúlu 1 mót á Ferrari er staðráðinn í að pressa hressilega á Red Bull ökumennina Mark Webber og Sebastian Vettel, sem þykja líklegir til afreka á Suzuka brautinni í Japan um helgina. Alonso er 11 stigum á eftir Mark Webber á Red Bull í stigamótinu, eftir tvo sigra í röð, en Lewis Hamilton er þriðji á McLaren. Sebastian Vettel fjórði og Jenson Button fimmti, en 25 stig eru á milli Webbers og Buttons. Allir eiga þeir möguleika á titlinum, þegar fjórum mótum er ólokið. "Red Bull liðið er líklegt í toppslagnum. Eiginleikar bílanna henta (Suzuka) brautinni, en það þýðir ekki að þeir geti unnið auðvelda sigra. Við höfum séð áður á árinu að það var ekki allt að virka sem skyldi á brautum sem áttu að henta Red Bull. Eitthvað kom upp, þannig að við verðum að pressa þá", sagði Alonso í frétt á autosport.com í dag. Hann ræddi við fjölmiðlamenn í Japan. "Af þeim fjórum mótum sem eftir eru, þá er Suzuka góð fyrir þá. Óvíst er hver staðan er gagnvart hinum þremur brautunum, sérstaklega Kóreu. Það mót verður erfitt fyrir alla. Það eru fimm ökumenn með möguleika og McLaren liðið verður sterkt og mun sækja af krafti í þeim mótum sem eftir eru. Slagurinn er galopinn." "Það virðist vera sem að það sé nauðsynlegt að halda slagkrafti milli móta, en við höfum séð menn vinna tvö mót, eða komast á verðlaunapall tvisvar til þrisvar í röð, svo gengur illa, en svo eru þeir komnir aftur í slaginn." "Engin hefur getað haldið dampi í 6-7 mótum í röð af ýmsum ástæðum og það má því búast við erfiðum tímum og við verðum að gæta þess að örvænta ekki. Heldur að ná sem flestum stigum. Stundum verðum við á verðlaunapalli, stundum kannski í fimmta sæti, en þá þurfum við að vera sameinaðir og sleppa örvæntingunni", sagði Alonso.
Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira