Kubica þakklátur öryggiskröfum eftir óhapp 11. júní 2010 12:54 Robert Kubica ekur með Renault, en vann síðasta mótið í Kanada sem fór fram árið 2008. Mynd: Getty Images Formúlu 1 ökumenn keppa í Montreal í Kanada um helgina og Robert Kubica vann þegar keppt var síðast á brautinni. Það var árið 2008 og hann vann sinn fyrsta sigur í Formúlu 1. Árið áður þótti hann heppinn að sleppa með skrámur eftir að hann kútveltist á brautinni. "Ég held mikið upp á götubrautir, en ég huga líka mikið að öryggi því ég hef upplifað óhapp á brautinni, þannig að ég veit að það þarf að vera millivegur", sagði Kubica á fundi með fréttamönnum í Montreal. "Þökk sé FIA og keppnisliðunum, þá er Formúlu 1 mun öruggari og það er því að þakka að ég er hér enn. Ef ég hefði lent í samskonar óhappi fyrir 10 árum, eins og gerðist fyrir 3 árum, þá væri ég trúlega ekki hér." Kubica telur brautina í Kanada skemmtilega og nýtur þess að vera á svæðinu eins og flestir ökumenn. Uppselt er á mótið í Montreal, sem er eins konar blanda af brautinni í Mónakó og Monza að mati Kubica. "Það er mikið um hörkuhemlun sem fellur mér í geð. Ég held að sambland þess hvernig bíll minn er og hvernig brautin er ætti að blandast vel saman og henta mínum akstursstíl", sagði Kubica. Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Í beinni: ÍR - KR | Baráttan um úrslitakeppnina í algleymingi Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Formúlu 1 ökumenn keppa í Montreal í Kanada um helgina og Robert Kubica vann þegar keppt var síðast á brautinni. Það var árið 2008 og hann vann sinn fyrsta sigur í Formúlu 1. Árið áður þótti hann heppinn að sleppa með skrámur eftir að hann kútveltist á brautinni. "Ég held mikið upp á götubrautir, en ég huga líka mikið að öryggi því ég hef upplifað óhapp á brautinni, þannig að ég veit að það þarf að vera millivegur", sagði Kubica á fundi með fréttamönnum í Montreal. "Þökk sé FIA og keppnisliðunum, þá er Formúlu 1 mun öruggari og það er því að þakka að ég er hér enn. Ef ég hefði lent í samskonar óhappi fyrir 10 árum, eins og gerðist fyrir 3 árum, þá væri ég trúlega ekki hér." Kubica telur brautina í Kanada skemmtilega og nýtur þess að vera á svæðinu eins og flestir ökumenn. Uppselt er á mótið í Montreal, sem er eins konar blanda af brautinni í Mónakó og Monza að mati Kubica. "Það er mikið um hörkuhemlun sem fellur mér í geð. Ég held að sambland þess hvernig bíll minn er og hvernig brautin er ætti að blandast vel saman og henta mínum akstursstíl", sagði Kubica.
Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Í beinni: ÍR - KR | Baráttan um úrslitakeppnina í algleymingi Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira