Massa: Búumst til varnar gegn McLaren 14. apríl 2010 14:47 Felipe Massa er í forystu í stigakeppni ökumanna á Ferrari. Mynd: Getty Images Felipe Massa hjá Ferrari er í forystu í stigamóti ökumanna og fyrir aftan er þéttur hópur reynslumikilla ökumanna. Massa telur að McLaren með nýjan búnað sem stýrir loftflæði á afturvæng bílsins á nýstárlegan hátt gæti veitt þeim forskot um helgina. "Við verðum að vera varkárir á þessu ári á beina kaflanum, því við höfum séð hvað McLaren bílarnir eru hraðskreiðir á beinu köflunum. Ef við verðum í hörðum slag við þá, þá verðum við að vera tilbúnir að verjast", sagði Massa um komandi mót í Sjanghæ um helgina á vefsíðu Autosport. Massa er með 39 stig í stigakeppni ökumanna, en fyrir aftan eru Fernando Alonso og Sebastian Vettel með 37 stig og Jenson Button og Nico Rosberg með 35 stig. Hvert sæti skiptir því máli og með nýrri stigagjöf, er eftir miklu að slægjast hvað sigur varðar. Fyrsta sætið gefur 8 stig umfram annað sætið. Ferrari hefur endurbætt bíl sinn og ljóst að vélarvandamál sem háði Fernando Alonso var einangrað vandamál að mati Stefano Domenicali, framkvæmdarstjóra Ferrari. Massa er líka sannfærður um að bíllinn verður betri. "Ég hlakka til að fá nýja hluti í bílinn, sem eflir hann og vona að það komi að gagni í baráttunni við Red Bull og McLaren", sagði Massa. Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Felipe Massa hjá Ferrari er í forystu í stigamóti ökumanna og fyrir aftan er þéttur hópur reynslumikilla ökumanna. Massa telur að McLaren með nýjan búnað sem stýrir loftflæði á afturvæng bílsins á nýstárlegan hátt gæti veitt þeim forskot um helgina. "Við verðum að vera varkárir á þessu ári á beina kaflanum, því við höfum séð hvað McLaren bílarnir eru hraðskreiðir á beinu köflunum. Ef við verðum í hörðum slag við þá, þá verðum við að vera tilbúnir að verjast", sagði Massa um komandi mót í Sjanghæ um helgina á vefsíðu Autosport. Massa er með 39 stig í stigakeppni ökumanna, en fyrir aftan eru Fernando Alonso og Sebastian Vettel með 37 stig og Jenson Button og Nico Rosberg með 35 stig. Hvert sæti skiptir því máli og með nýrri stigagjöf, er eftir miklu að slægjast hvað sigur varðar. Fyrsta sætið gefur 8 stig umfram annað sætið. Ferrari hefur endurbætt bíl sinn og ljóst að vélarvandamál sem háði Fernando Alonso var einangrað vandamál að mati Stefano Domenicali, framkvæmdarstjóra Ferrari. Massa er líka sannfærður um að bíllinn verður betri. "Ég hlakka til að fá nýja hluti í bílinn, sem eflir hann og vona að það komi að gagni í baráttunni við Red Bull og McLaren", sagði Massa.
Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira