Massa: Búumst til varnar gegn McLaren 14. apríl 2010 14:47 Felipe Massa er í forystu í stigakeppni ökumanna á Ferrari. Mynd: Getty Images Felipe Massa hjá Ferrari er í forystu í stigamóti ökumanna og fyrir aftan er þéttur hópur reynslumikilla ökumanna. Massa telur að McLaren með nýjan búnað sem stýrir loftflæði á afturvæng bílsins á nýstárlegan hátt gæti veitt þeim forskot um helgina. "Við verðum að vera varkárir á þessu ári á beina kaflanum, því við höfum séð hvað McLaren bílarnir eru hraðskreiðir á beinu köflunum. Ef við verðum í hörðum slag við þá, þá verðum við að vera tilbúnir að verjast", sagði Massa um komandi mót í Sjanghæ um helgina á vefsíðu Autosport. Massa er með 39 stig í stigakeppni ökumanna, en fyrir aftan eru Fernando Alonso og Sebastian Vettel með 37 stig og Jenson Button og Nico Rosberg með 35 stig. Hvert sæti skiptir því máli og með nýrri stigagjöf, er eftir miklu að slægjast hvað sigur varðar. Fyrsta sætið gefur 8 stig umfram annað sætið. Ferrari hefur endurbætt bíl sinn og ljóst að vélarvandamál sem háði Fernando Alonso var einangrað vandamál að mati Stefano Domenicali, framkvæmdarstjóra Ferrari. Massa er líka sannfærður um að bíllinn verður betri. "Ég hlakka til að fá nýja hluti í bílinn, sem eflir hann og vona að það komi að gagni í baráttunni við Red Bull og McLaren", sagði Massa. Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Laus úr útlegðinni og mættur heim Handbolti Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Felipe Massa hjá Ferrari er í forystu í stigamóti ökumanna og fyrir aftan er þéttur hópur reynslumikilla ökumanna. Massa telur að McLaren með nýjan búnað sem stýrir loftflæði á afturvæng bílsins á nýstárlegan hátt gæti veitt þeim forskot um helgina. "Við verðum að vera varkárir á þessu ári á beina kaflanum, því við höfum séð hvað McLaren bílarnir eru hraðskreiðir á beinu köflunum. Ef við verðum í hörðum slag við þá, þá verðum við að vera tilbúnir að verjast", sagði Massa um komandi mót í Sjanghæ um helgina á vefsíðu Autosport. Massa er með 39 stig í stigakeppni ökumanna, en fyrir aftan eru Fernando Alonso og Sebastian Vettel með 37 stig og Jenson Button og Nico Rosberg með 35 stig. Hvert sæti skiptir því máli og með nýrri stigagjöf, er eftir miklu að slægjast hvað sigur varðar. Fyrsta sætið gefur 8 stig umfram annað sætið. Ferrari hefur endurbætt bíl sinn og ljóst að vélarvandamál sem háði Fernando Alonso var einangrað vandamál að mati Stefano Domenicali, framkvæmdarstjóra Ferrari. Massa er líka sannfærður um að bíllinn verður betri. "Ég hlakka til að fá nýja hluti í bílinn, sem eflir hann og vona að það komi að gagni í baráttunni við Red Bull og McLaren", sagði Massa.
Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Laus úr útlegðinni og mættur heim Handbolti Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira