Sáttin sett í upplausn 11. september 2010 12:52 Í kosningunum boðaði ríkisstjórnin að útgerðir og smábátasjómenn yrðu sviptir veiðiheimildum í áföngum. Sá fyrsti átti að koma til framkvæmda í þessum mánuði. Jafnframt fylgdi loforð um réttláta endurúthlutun. Engin skilgreining fylgdi þó í hverju réttlætið væri fólgið.Fyrstu breytingar ríkisstjórnarinnar í átt til þess réttlætis sem hún ber fyrir brjósti leiddu til mikilla deilna. Ríkisstjórnin tók þá ákvörðun um að halda kerfisbreytingum áfram í smáum skömmtum eftir fyrirmyndum Evrópusambandsríkja en skipa jafnframt sáttanefnd með fulltrúum allra flokka og hagsmunasamtaka.Sáttanefndin skilaði niðurstöðum í vikunni. Þær fela í sér miklar breytingar. Markmiðin um sjálfbæra nýtingu og hagkvæmni eru grundvöllur þeirra. Frá sjónarhóli almannahagsmuna ætti það að vera gott og gilt. Hvað gerist þá?Formaður sáttanefndarinnar segir að niðurstaðan sé engin sátt því að hann hafi ekki haft umboð til að semja fyrir ríkisstjórnina. Sjávarútvegsráðherra segir að sáttatillagan geti hugsanlega komið til skoðunar eins og aðrar leiðir.Þingmenn stjórnarflokkanna keppast við að skýra út fyrir þjóðinni að fyrsta verk þeirra verði að henda sáttinni aftur fyrir sig eins og þeir séu syndarar á samkomu hjá Hernum.Með öðrum orðum: Sáttin fór í upplausn á fyrsta degi.Réttlætið Hvers vegna er þessi þraut svo þung? Í leit að svari við þessari spurningu er rétt að gæta að því að hugmyndir manna um réttlætið eru afar fjölbreytilegar.Hvers vegna er þessi þraut svo þung? Í leit að svari við þessari spurningu er rétt að gæta að því að hugmyndir manna um réttlætið eru afar fjölbreytilegar. Þegar til á að taka rekast margar þeirra á. Vegna náttúrulegra takmarkana er ekki unnt að fullnægja öllum óskum um réttlæti.Núverandi kerfi er arðsamt og skattborgararnir þurfa ekki að styrkja útgerðina eins og í flestum ríkjum Evrópusambandsins. Á kerfinu voru færri göt en eru í reglum Evrópusambandsríkjanna og því tiltölulega auðvelt að ná markmiðinu um sjálfbæra nýtingu. Minnihluti þjóðarinnar lítur svo á að þessi atriði þjóni almannahagsmunum og því sé kerfið skynsamlegt og jafnvel réttlátt.Stjórnarflokkarnir sjá réttlætið í öðru ljósi eins og þorri almennings. Með því að auðlindin er þjóðareign felst réttlætið í því að fjölga bátum, fiskiskipum, sjómönnum, fiskvinnslustöðvum og fiskverkafólki. Ekki er unnt að bera á móti því að þetta er á sinn hátt réttlátt fyrir þá sem fá viðbótarstörfin. Frá öðru sjónarhorni er þetta þó gæsla sérhagsmuna í þágu þeirra sem fá þau.Vandinn er sá að auðlindin er takmörkuð. Ný fjárfesting og fjölgun starfa eykur því ekki heildartekjur en gerir kostnaðinn miklu meiri. Skattgreiðendurnir, hinir raunverulegu eigendur auðlindarinnar, verða þá að borga brúsann fyrir réttlætið eins og í Evrópusambandinu. Þeir eru til sem finnst það óréttlátt.Sumir stuðningsmenn Samfylkingarinnar fallast á rök minnihluta þjóðarinnar um hagkvæmni og sjálfbæra nýtingu ef þeir sem afnotaréttinn hafa greiða skynsamlegt gjald fyrir. Sjálfstæðisflokkurinn og margir hagsmunaaðilar í sjávarútvegi féllust á þetta sjónarmið í sáttanefndinni og kröfuna um gleggri afmörkun á nýtingarréttinum. Niðurstaðan er að því leyti merkileg.Þegar gildishlaðin stóryrðin hafa verið tekin út úr umræðunni blasir við að kjarni deilunnar snýst um félagsleg markmið fleiri atvinnutækifæra eða kröfur um arðsemi. Flestir vilja þó ganga bæði í austur og vestur. Eftir lögmáli náttúrunnar enda þeir með að snúast í hring. Þess vegna er erfitt að ná niðurstöðu.Hæsta stig lýðræðis? Ríkisstjórnin bauð til viðræðna um breiða sátt í sjávarútvegsmálum. Þegar hún liggur fyrir getur stjórnin ekki samþykkt sáttina vegna innbyrðis ágreinings.Ríkisstjórnin bauð til viðræðna um breiða sátt í sjávarútvegsmálum. Þegar hún liggur fyrir getur stjórnin ekki samþykkt sáttina vegna innbyrðis ágreinings. Hnútum er svo hent í þá sem að sáttinni stóðu.Ríkisstjórnin bað aðila vinnumarkaðarins um stöðugleikasáttmála. Hún gat ekki efnt sinn hluta vegna ágreinings í eigin röðum. Þá réðist fyrrverandi félagsmálaráðherra á forseta Alþýðusambandsins og bar honum á brýn stéttasamvinnu. Það er versta skammaryrðið í orðabók stéttastríðshugmyndafræðinnar.Ríkisstjórnin hefur tvívegis gert samninga við Breta og Hollendinga um lausn á Icesave. Í hvorugt skiptið hefur hún haft styrk til að ljúka málinu. Eftir breytingar á ríkisstjórninni er sú staða óbreytt. Þá kallar nýr efnahagsráðherra á samstöðu með stjórnarandstöðunni.Meirihluti Alþingis fól ríkisstjórninni að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Áhrifaríkari stjórnarflokkurinn vinnur svo af öllu afli gegn þeirri ákvörðun.Eftir því gildismati sem fyrrum ríkti í stjórnmálum voru vinnubrögð af þessu tagi ekki viðurkennd; svo ekki sé tekið dýpra í árinni. Slík háttsemi er aftur á móti eftir nýju gildismati á Alþingi skilgreind sem hæsta stig lýðræðis.Enn eru þeir þó til sem finnst að þessi skilgreining á lýðræðisþroska byggist á gildismati sömu upphafningar og leiddi til hruns krónunnar og bankanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun
Í kosningunum boðaði ríkisstjórnin að útgerðir og smábátasjómenn yrðu sviptir veiðiheimildum í áföngum. Sá fyrsti átti að koma til framkvæmda í þessum mánuði. Jafnframt fylgdi loforð um réttláta endurúthlutun. Engin skilgreining fylgdi þó í hverju réttlætið væri fólgið.Fyrstu breytingar ríkisstjórnarinnar í átt til þess réttlætis sem hún ber fyrir brjósti leiddu til mikilla deilna. Ríkisstjórnin tók þá ákvörðun um að halda kerfisbreytingum áfram í smáum skömmtum eftir fyrirmyndum Evrópusambandsríkja en skipa jafnframt sáttanefnd með fulltrúum allra flokka og hagsmunasamtaka.Sáttanefndin skilaði niðurstöðum í vikunni. Þær fela í sér miklar breytingar. Markmiðin um sjálfbæra nýtingu og hagkvæmni eru grundvöllur þeirra. Frá sjónarhóli almannahagsmuna ætti það að vera gott og gilt. Hvað gerist þá?Formaður sáttanefndarinnar segir að niðurstaðan sé engin sátt því að hann hafi ekki haft umboð til að semja fyrir ríkisstjórnina. Sjávarútvegsráðherra segir að sáttatillagan geti hugsanlega komið til skoðunar eins og aðrar leiðir.Þingmenn stjórnarflokkanna keppast við að skýra út fyrir þjóðinni að fyrsta verk þeirra verði að henda sáttinni aftur fyrir sig eins og þeir séu syndarar á samkomu hjá Hernum.Með öðrum orðum: Sáttin fór í upplausn á fyrsta degi.Réttlætið Hvers vegna er þessi þraut svo þung? Í leit að svari við þessari spurningu er rétt að gæta að því að hugmyndir manna um réttlætið eru afar fjölbreytilegar.Hvers vegna er þessi þraut svo þung? Í leit að svari við þessari spurningu er rétt að gæta að því að hugmyndir manna um réttlætið eru afar fjölbreytilegar. Þegar til á að taka rekast margar þeirra á. Vegna náttúrulegra takmarkana er ekki unnt að fullnægja öllum óskum um réttlæti.Núverandi kerfi er arðsamt og skattborgararnir þurfa ekki að styrkja útgerðina eins og í flestum ríkjum Evrópusambandsins. Á kerfinu voru færri göt en eru í reglum Evrópusambandsríkjanna og því tiltölulega auðvelt að ná markmiðinu um sjálfbæra nýtingu. Minnihluti þjóðarinnar lítur svo á að þessi atriði þjóni almannahagsmunum og því sé kerfið skynsamlegt og jafnvel réttlátt.Stjórnarflokkarnir sjá réttlætið í öðru ljósi eins og þorri almennings. Með því að auðlindin er þjóðareign felst réttlætið í því að fjölga bátum, fiskiskipum, sjómönnum, fiskvinnslustöðvum og fiskverkafólki. Ekki er unnt að bera á móti því að þetta er á sinn hátt réttlátt fyrir þá sem fá viðbótarstörfin. Frá öðru sjónarhorni er þetta þó gæsla sérhagsmuna í þágu þeirra sem fá þau.Vandinn er sá að auðlindin er takmörkuð. Ný fjárfesting og fjölgun starfa eykur því ekki heildartekjur en gerir kostnaðinn miklu meiri. Skattgreiðendurnir, hinir raunverulegu eigendur auðlindarinnar, verða þá að borga brúsann fyrir réttlætið eins og í Evrópusambandinu. Þeir eru til sem finnst það óréttlátt.Sumir stuðningsmenn Samfylkingarinnar fallast á rök minnihluta þjóðarinnar um hagkvæmni og sjálfbæra nýtingu ef þeir sem afnotaréttinn hafa greiða skynsamlegt gjald fyrir. Sjálfstæðisflokkurinn og margir hagsmunaaðilar í sjávarútvegi féllust á þetta sjónarmið í sáttanefndinni og kröfuna um gleggri afmörkun á nýtingarréttinum. Niðurstaðan er að því leyti merkileg.Þegar gildishlaðin stóryrðin hafa verið tekin út úr umræðunni blasir við að kjarni deilunnar snýst um félagsleg markmið fleiri atvinnutækifæra eða kröfur um arðsemi. Flestir vilja þó ganga bæði í austur og vestur. Eftir lögmáli náttúrunnar enda þeir með að snúast í hring. Þess vegna er erfitt að ná niðurstöðu.Hæsta stig lýðræðis? Ríkisstjórnin bauð til viðræðna um breiða sátt í sjávarútvegsmálum. Þegar hún liggur fyrir getur stjórnin ekki samþykkt sáttina vegna innbyrðis ágreinings.Ríkisstjórnin bauð til viðræðna um breiða sátt í sjávarútvegsmálum. Þegar hún liggur fyrir getur stjórnin ekki samþykkt sáttina vegna innbyrðis ágreinings. Hnútum er svo hent í þá sem að sáttinni stóðu.Ríkisstjórnin bað aðila vinnumarkaðarins um stöðugleikasáttmála. Hún gat ekki efnt sinn hluta vegna ágreinings í eigin röðum. Þá réðist fyrrverandi félagsmálaráðherra á forseta Alþýðusambandsins og bar honum á brýn stéttasamvinnu. Það er versta skammaryrðið í orðabók stéttastríðshugmyndafræðinnar.Ríkisstjórnin hefur tvívegis gert samninga við Breta og Hollendinga um lausn á Icesave. Í hvorugt skiptið hefur hún haft styrk til að ljúka málinu. Eftir breytingar á ríkisstjórninni er sú staða óbreytt. Þá kallar nýr efnahagsráðherra á samstöðu með stjórnarandstöðunni.Meirihluti Alþingis fól ríkisstjórninni að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Áhrifaríkari stjórnarflokkurinn vinnur svo af öllu afli gegn þeirri ákvörðun.Eftir því gildismati sem fyrrum ríkti í stjórnmálum voru vinnubrögð af þessu tagi ekki viðurkennd; svo ekki sé tekið dýpra í árinni. Slík háttsemi er aftur á móti eftir nýju gildismati á Alþingi skilgreind sem hæsta stig lýðræðis.Enn eru þeir þó til sem finnst að þessi skilgreining á lýðræðisþroska byggist á gildismati sömu upphafningar og leiddi til hruns krónunnar og bankanna.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun