Morten Olsen, fráfarandi landsliðsþjálfari Dana, telur að Michael Laudrup ætti að taka við af sér þegar hann hættir sem landsliðsþjálfari árið 2012.
Olsen tilkynnti í gær að hann muni hætta þjálfun landsliðsins þegar að samningur hans rennur út, við lok EM 2012. Hann hefur verið í starfi undanfarinn áratug.
„Ég tel að Michael yrði frábær landsliðsþjálfari. Hann hefur það sem til þarf, bæði sem leikmaður og þjálfari," er haft eftir Olsen í dönskum fjölmiðlum í dag.
Laudrup var aðstoðarmaður Olsen í landsliðinu frá 2000 til 2002 og fór með liðinu í úrslitakeppni EM 2002 í Japan og Suður-Kóreu.
Laudrup lék á sínum tíma með Real Madrid og Barcelona og hefur undanfarin ár þjálfað Getafe, Spartak Mosvku og Bröndby. Hann er nú knattspyrnustjóri Mallorca.
Olsen vill að Michael Laudrup taki við landsliðinu
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM
Handbolti





Segir hitann á HM hættulegan
Fótbolti

Belgar kveðja EM með sigri
Fótbolti


