Helgi Jóhannesson vann áðan Kára Gunnarsson í úrslitaleiknum í einliðaleik karla á Íslandsmótinu í badminton. Helga tókst því að verja titil sinn.
Báðir eru þeir úr TBR. Kári var fyrsti maðurinn til að fara í úrslit í einliðaleik karla í meistaraflokki og vera jafnframt leikmaður í U19 landsliðinu í 32 ár.
Nú stendur yfir úrslitaleikurinn í einliðaleik kvenna þar sem þær Tinna Helgadóttir og Ragna Ingólfsdóttir mætast.