Sport

Hin fimmtuga Merlene Ottey verður með á EM í frjálsum í Barcelona

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Merlene Ottey.
Merlene Ottey. Mynd/AFP
Merlene Ottey gæti orðið elsti íþróttamaðurinn til að keppa á EM í frjálsum frá uppahafi keppi hún í boðhlaupi með Slóveníu á Evrópumeistaramótinu í frjálsum íþróttum sem fram fer í Barcelona á Spáni.

Merlene Ottey er fædd á Jamaíku en fór að keppa fyrir Slóveníu árið 2002. Hún hefur unnið 29 verðlaun á stórmótum þar af sjö þeirra á Ólympíuleikum. Ottey vann sín fyrstu verðlaun á Ólympíuleikum í Moskvu 1980.

Ottey keppti fyrir Slóveníu á Evrópumótinu fyrir fjórum árum en hún hefur hlaupið 100 metrana á 11,84 sekúndum á þessu tímabili og varð meðal annars í öðru sæti á slóvenska meistaramótinu. Hún er núna skráð til leiks í 4 x 100 metra boðhlaup.

Franski maraþonhlauparinn Nicole Brakebusch-Leveque á metið eins og er en hann keppti á EM í Búdapest 1998 þegar hann var 47 ára gamall. Merlene Ottey fæddist 10. maí 1960.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×