Mamma gaf mér það að bjóða systur minni með Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júlí 2010 06:30 Helga Margrét. Fréttablaðið/Valli Helga Margrét Þorsteinsdóttir úr Ármanni, keppir í dag og á morgun í sjöþraut á heimsmeistaramóti 20 ára og yngri sem fram fer í Moncton í Kanada. Helga er framarlega í sínum aldursflokki í sjöþraut og það verður fróðlegt að fylgjast með henni á mótinu. „Maður er búinn að vera að hugsa um þetta mót síðasta árið og maður trúir því varla að það sé komið að þessu," sagði Helga Margrét. Hún keppti í sinni fyrstu þraut í Ísrael á dögunum og fékk þá 5.757 stig en Íslandsmetið hennar er 5.875 stig frá því í fyrra. „Ég myndi ekki vilja vera að fara í gegnum fyrstu þrautina á árinu á þessu móti og það var mjög gott að fara í gegnum þessa þraut í Ísrael þótt að hún hafi ekki gengið stóráfallalaust. Mér finnst ég vera í miklu betra standi núna en þá. Ég hlakka mikið til og geta varla beðið eftir því að byrja," segir Helga Margrét. Helga Margrét er með þriðja besta árangurinn af þeim 28 stelpum sem taka þátt í mótinu en segist ekki vera að hugsa um það hvort hún komist á pall. „Ég hugsa ekkert út í það. Ég reyni að hugsa um að ná mínum markmiðum í hverri grein fyrir sig og svo koma bara stigin í ljós þegar ég kem í mark eftir 800 metra hlaupið. Ég er ekki búin að skoða keppinautana og ætla ekki að gera það. Ég er komin hingað til að gera mitt besta og svo kemur bara í ljós hver verður best í lokin," segir Helga en bæði meiðsli og matareitrun hafa truflað hana í undirbúningi sínum á þessu ári. „Þetta er búið að vera svolítið erfitt síðasta árið og ef ég segi alveg eins og er þá er ég ekki eins vel undirbúin og ég hefði viljað vera," segir Helga. „Það er frábært að vera hérna. Ég er að koma til Kanada í fyrsta skiptið og fæ að keppa á móti öllum þessum frábæru stelpum. Ég er líka í svo góðum félagsskap því systir mín er hérna með mér. Mamma gaf mér það að borga undir hana," segir Helga, en elsta systir hennar, Sigurbjörg, fór með til Kanada. Innlendar Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Fleiri fréttir Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Sjá meira
Helga Margrét Þorsteinsdóttir úr Ármanni, keppir í dag og á morgun í sjöþraut á heimsmeistaramóti 20 ára og yngri sem fram fer í Moncton í Kanada. Helga er framarlega í sínum aldursflokki í sjöþraut og það verður fróðlegt að fylgjast með henni á mótinu. „Maður er búinn að vera að hugsa um þetta mót síðasta árið og maður trúir því varla að það sé komið að þessu," sagði Helga Margrét. Hún keppti í sinni fyrstu þraut í Ísrael á dögunum og fékk þá 5.757 stig en Íslandsmetið hennar er 5.875 stig frá því í fyrra. „Ég myndi ekki vilja vera að fara í gegnum fyrstu þrautina á árinu á þessu móti og það var mjög gott að fara í gegnum þessa þraut í Ísrael þótt að hún hafi ekki gengið stóráfallalaust. Mér finnst ég vera í miklu betra standi núna en þá. Ég hlakka mikið til og geta varla beðið eftir því að byrja," segir Helga Margrét. Helga Margrét er með þriðja besta árangurinn af þeim 28 stelpum sem taka þátt í mótinu en segist ekki vera að hugsa um það hvort hún komist á pall. „Ég hugsa ekkert út í það. Ég reyni að hugsa um að ná mínum markmiðum í hverri grein fyrir sig og svo koma bara stigin í ljós þegar ég kem í mark eftir 800 metra hlaupið. Ég er ekki búin að skoða keppinautana og ætla ekki að gera það. Ég er komin hingað til að gera mitt besta og svo kemur bara í ljós hver verður best í lokin," segir Helga en bæði meiðsli og matareitrun hafa truflað hana í undirbúningi sínum á þessu ári. „Þetta er búið að vera svolítið erfitt síðasta árið og ef ég segi alveg eins og er þá er ég ekki eins vel undirbúin og ég hefði viljað vera," segir Helga. „Það er frábært að vera hérna. Ég er að koma til Kanada í fyrsta skiptið og fæ að keppa á móti öllum þessum frábæru stelpum. Ég er líka í svo góðum félagsskap því systir mín er hérna með mér. Mamma gaf mér það að borga undir hana," segir Helga, en elsta systir hennar, Sigurbjörg, fór með til Kanada.
Innlendar Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Fleiri fréttir Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Sjá meira