McLaren til varnar mistökum í mótum 26. maí 2010 15:15 Jenson Button á röltinu eftir að bíll hans bilaði í Móankó og hann varð að hætta keppni. mynd: Getty Images McLaren liðið hefur glutrað niður stigaforystunni sem Jenson Button var kominn með í stigakeppni ökumanna og liðið í keppni bílasmiða, eftir mótið í Mónakó á dögunum. McLaren keppir í Istanbúl í Tyrklandi um helgina. McLaren tapaði stigum þegar felga sprakk í mótinu í Barcelona og svo bilaði vélin í bíl Buttons, vegna þess að það gleymdist að fjarlægja hlut sem hefti kælingu vélarinnar fyrir mótið í Mónakó. ,,Við vorum hátt uppi eftir mótið í Kína, en svo höfum við tapað stigum í síðustu tveimur mótum. Slagurinn er harður og lítill munur á milli ökumanna og liða í stigamótunum og allt opið", sagði Jonathan Neal hjá McLaren á símafundi Vodafone, sem greint er frá á autosport.com. ,,Red Bull er ofan á núna, en ég er sannfærður um að svo verður ekki um mitt tímabilið. Þegar það er svona lítill munur á milli, þá má ekkert mistakast. Við verðum að koma í veg fyrir mistök. Red Bull getur sagt það sama, liðið hefur tapað stigum." ,,Á sumum brautum er Red Bull 0.8 sekúndum fljótari í hring, en í fyrra brúuðum við 2.5 sekúnda bil á milli okkar og þeirra fljótustu frá upphafi mótsins þar til í Ungverjalandi, þannig að það er vel hægt að minnka muninn. " ,,Við höfum ekki látið Button né Lewis (Hamilton) fá bíla sem býður upp á fremstu rásröðina og þeir hafa því verk að vinna. Það er liðsins að endurbæta bílinn. Það er engin sérstakur munur á akstursstíl Buttons eða Hamiltons sem veldur vandræðum. Þeir bremsa á sitthvoran hátt, en það þarf ekki að þróa ólíkar útgáfur bíla." ,,Við erum því ekki að skoða mismunandi fjöðrunarbúnað, en einbeitum okkur að því að finna meira niðurtog og að ná meira út úr dekkjunum. Það er eina leiðin til að minnka bilið í Red Bull", sagði Neal. Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Laus úr útlegðinni og mættur heim Handbolti Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
McLaren liðið hefur glutrað niður stigaforystunni sem Jenson Button var kominn með í stigakeppni ökumanna og liðið í keppni bílasmiða, eftir mótið í Mónakó á dögunum. McLaren keppir í Istanbúl í Tyrklandi um helgina. McLaren tapaði stigum þegar felga sprakk í mótinu í Barcelona og svo bilaði vélin í bíl Buttons, vegna þess að það gleymdist að fjarlægja hlut sem hefti kælingu vélarinnar fyrir mótið í Mónakó. ,,Við vorum hátt uppi eftir mótið í Kína, en svo höfum við tapað stigum í síðustu tveimur mótum. Slagurinn er harður og lítill munur á milli ökumanna og liða í stigamótunum og allt opið", sagði Jonathan Neal hjá McLaren á símafundi Vodafone, sem greint er frá á autosport.com. ,,Red Bull er ofan á núna, en ég er sannfærður um að svo verður ekki um mitt tímabilið. Þegar það er svona lítill munur á milli, þá má ekkert mistakast. Við verðum að koma í veg fyrir mistök. Red Bull getur sagt það sama, liðið hefur tapað stigum." ,,Á sumum brautum er Red Bull 0.8 sekúndum fljótari í hring, en í fyrra brúuðum við 2.5 sekúnda bil á milli okkar og þeirra fljótustu frá upphafi mótsins þar til í Ungverjalandi, þannig að það er vel hægt að minnka muninn. " ,,Við höfum ekki látið Button né Lewis (Hamilton) fá bíla sem býður upp á fremstu rásröðina og þeir hafa því verk að vinna. Það er liðsins að endurbæta bílinn. Það er engin sérstakur munur á akstursstíl Buttons eða Hamiltons sem veldur vandræðum. Þeir bremsa á sitthvoran hátt, en það þarf ekki að þróa ólíkar útgáfur bíla." ,,Við erum því ekki að skoða mismunandi fjöðrunarbúnað, en einbeitum okkur að því að finna meira niðurtog og að ná meira út úr dekkjunum. Það er eina leiðin til að minnka bilið í Red Bull", sagði Neal.
Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Laus úr útlegðinni og mættur heim Handbolti Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira