Hamilton horfir til sigurs 24. mars 2010 11:15 Lewis Hamilton stýrir skútu í Sydney, en stýrir Mclaren bílnum í Melbourne um helgina. Mynd: Getty Images Ástralir virðast gera í því að leyfa Formúlu 1 ökumönnum að upplifa eitthvað meira en kappakstur þessa mótshelgina, því Lewis Hamilton var settur á stýrið á skútu í Sydney eftir að hafa flogið til Ástralíu. Það er ágæt upphitun fyrir kappaksturinn á sunnudag og hann svaraði síðan spurningu á kynningu hjá Vodafone eftir túrinn. "Ég hef smá reynslu af siglingum, en ég keppti með Hugo Boss liði í siglingu árið 2008 í kringum Isle of Wight og vann með mínu liði. En við vorum dæmdir úr leik fyrir að klessa á í upphafi, en ég ekki þegar ég stýrði. En það er gaman að vera í höfninni og ég hef gaman að því að stýra seglskútu. En þetta er ekkert líkt því að stýra Formúlu 1 bíl", sagði Hamilton um fyrstu reynslu sína í Ástralíu. Ástralir eru miklir áhugamenn um íþróttir og búast má við miklum mannfjölda á götum Melbourne. Hamilton lenti í vamdræðum eftir mótið í fyrra, þar sem hann sagði dómurum mótsins ósatt um atvik í brautinni. Hann fékk sína refsingu og segist núna hugsa umn framtíðina, ekki fortíðina. Hann segir þægilegt að vinna með Jenson Button, núverandi meistara í liði. "Maður upplifir mismunandi hluti með mismunandi ökumönnum. Stundum er spenna á milli manna og menn vilja leggja hvorn annan að velli. En við Button erum hinir mestu mátar utan brautar. Auðvitað viljum við hafa betur í brautinni og það er bara hvatning. En það er góður andi í liðinu og ég er stoltur af hafa meistara mér við hlið í liðinu." Aðspurður um hvort Michael Schumacher sé búinn að sýna sitt besta í Formúlu 1 sagði Hamilton. "Nei. Hann í hágæðaflokki. Kannski betri en hann var á sínum tíma. Ef hann fær bíl í hendurnar sem er sigurbíll, þá mun hann geta unnið mót. Hamilton finnur sig vel á brautinni í Melbourne og býst við góðri keppni. "Það eru alltaf góð mót í Melbourne og Albert Park brautin er sérstök. Ég elska götubrautir og áhorfendurnir eru frábærir. Í þriðju beygju brautarinnar eru tré meðfram öllu og þetta er eins og að keyra í skemmtigarði og veðrið er alltaf frábært. McLaren getur gert betur en í Barein, en ég var samt þokkalega ánægður með þriðja sætið. Við munum horfa til sigurs núna. Bæta okkur eftir því sem bíllinn vex, en við lærðum mikið í fyrsta mótinu. Það ætti að koma að notum í Melbourne", sagði Hamilton. Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Ástralir virðast gera í því að leyfa Formúlu 1 ökumönnum að upplifa eitthvað meira en kappakstur þessa mótshelgina, því Lewis Hamilton var settur á stýrið á skútu í Sydney eftir að hafa flogið til Ástralíu. Það er ágæt upphitun fyrir kappaksturinn á sunnudag og hann svaraði síðan spurningu á kynningu hjá Vodafone eftir túrinn. "Ég hef smá reynslu af siglingum, en ég keppti með Hugo Boss liði í siglingu árið 2008 í kringum Isle of Wight og vann með mínu liði. En við vorum dæmdir úr leik fyrir að klessa á í upphafi, en ég ekki þegar ég stýrði. En það er gaman að vera í höfninni og ég hef gaman að því að stýra seglskútu. En þetta er ekkert líkt því að stýra Formúlu 1 bíl", sagði Hamilton um fyrstu reynslu sína í Ástralíu. Ástralir eru miklir áhugamenn um íþróttir og búast má við miklum mannfjölda á götum Melbourne. Hamilton lenti í vamdræðum eftir mótið í fyrra, þar sem hann sagði dómurum mótsins ósatt um atvik í brautinni. Hann fékk sína refsingu og segist núna hugsa umn framtíðina, ekki fortíðina. Hann segir þægilegt að vinna með Jenson Button, núverandi meistara í liði. "Maður upplifir mismunandi hluti með mismunandi ökumönnum. Stundum er spenna á milli manna og menn vilja leggja hvorn annan að velli. En við Button erum hinir mestu mátar utan brautar. Auðvitað viljum við hafa betur í brautinni og það er bara hvatning. En það er góður andi í liðinu og ég er stoltur af hafa meistara mér við hlið í liðinu." Aðspurður um hvort Michael Schumacher sé búinn að sýna sitt besta í Formúlu 1 sagði Hamilton. "Nei. Hann í hágæðaflokki. Kannski betri en hann var á sínum tíma. Ef hann fær bíl í hendurnar sem er sigurbíll, þá mun hann geta unnið mót. Hamilton finnur sig vel á brautinni í Melbourne og býst við góðri keppni. "Það eru alltaf góð mót í Melbourne og Albert Park brautin er sérstök. Ég elska götubrautir og áhorfendurnir eru frábærir. Í þriðju beygju brautarinnar eru tré meðfram öllu og þetta er eins og að keyra í skemmtigarði og veðrið er alltaf frábært. McLaren getur gert betur en í Barein, en ég var samt þokkalega ánægður með þriðja sætið. Við munum horfa til sigurs núna. Bæta okkur eftir því sem bíllinn vex, en við lærðum mikið í fyrsta mótinu. Það ætti að koma að notum í Melbourne", sagði Hamilton.
Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira