FIA sektaði í dag Ferari fyrir að brjóta reglur um liðsskipanir í Formúlu 1 og að setja svartan blett á íþróttina með ákvörðun sinni um að hleypa Fernando Alonso framúr Felipe Massa í keppninni í Hockenheim í dag.
Þá verður málið tekið fyrir síðar af alheims akstursíþróttaráðinu og spurning hvort Ferrari fær frekari refsingu vegna atviksins. Ferrari var gert að greiða 100.000 dali í sekt eða liðlega 12.2 miljónis íslenskra króna.
Dómarar mótsins ræddu við Stefano Domenicali, Massimo Rivola, Alonso og Massa eftir keppnina og úrskurðuðu að reglur hefðu verið brotnar um banni á liðsskipunum og enn frekar aðra reglu sem segir að menn verða að gæta sóma í hvívetna gagnvart íþróttinni. Dómarar töldu atferli Ferrari skaða ímynd Formúlu 1.
Alonso taldi að hann og Massa hefðu gert sitt besta fyrir liðið sitt og að þeir væru fagmenn.