Segja tilmæli Seðlabanka „sorgleg“ og „út í hött“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 30. júní 2010 18:33 Talsmenn skuldara segja að Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn gangi erinda fjármála og fjármögnunarfyrirtækja með tilmælum sínum sem séu sorgleg og út í hött. Þeir hvetja lánþega til að greiða ekki. Forstjóri FME segir að greiðsla í samræmi við tilmælin feli ekki í sér samþykki á nýjum lánaskilmálum. Guðmundur Andri Skúlason er formaður Samtaka lánþega og er með bæði gengistryggt bílalán og húsnæðislán. Hann segir að Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn gangi erinda fjármála- og fjármögnunarfyrirtækja með tilmælum sínum um uppgjör gengistryggðra lána. „Okkur finnst þessi tilmæli út í hött. Þau eiga sér ekki nokkra stoð í lögum, að Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið komi fram með svona tilmæli gegn nýföllnum hæstaréttardómi. Ég tel lánþega bregðast við með því að greiða ekki af gengislánum og við munum hvetja lánþega til að greiða ekki þar til réttaróvissu er eytt," segir Guðmundur Andri. Fiðrik Ó. Friðriksson, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, tekur í sama streng. „Mér finnst þessi tilmæli sorgleg. Það er ekki verið að hugsa um hagsmuni heimilana," segir hann. Fréttastofa óskaði í dag eftir upplýsingum hjá FME um hvort greiðsla í samræmi við hin nýju tilmæli FME og Seðlabankan fæli í sér samþykki á nýjum skilmálum lánasamninganna. Gunnar Þ. Andersen, forstjóri FME, sagði í samtali við fréttastofu að afborgun af láni með breyttum skilmálum í samræmi við tilmælin fæli ekki í sér samþykki skuldara á breyttum skilmálum og að skuldarar gætu því greitt af lánunum án þess að hafa áhyggjur af því. Gunnar sagði að tilmælin væru aðeins tímabundið úrræði þangað til dómstólar skæru endanlega úr um ágreininginn eða löggjafinn með nýrri lagasetningu. Innlent Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira
Talsmenn skuldara segja að Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn gangi erinda fjármála og fjármögnunarfyrirtækja með tilmælum sínum sem séu sorgleg og út í hött. Þeir hvetja lánþega til að greiða ekki. Forstjóri FME segir að greiðsla í samræmi við tilmælin feli ekki í sér samþykki á nýjum lánaskilmálum. Guðmundur Andri Skúlason er formaður Samtaka lánþega og er með bæði gengistryggt bílalán og húsnæðislán. Hann segir að Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn gangi erinda fjármála- og fjármögnunarfyrirtækja með tilmælum sínum um uppgjör gengistryggðra lána. „Okkur finnst þessi tilmæli út í hött. Þau eiga sér ekki nokkra stoð í lögum, að Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið komi fram með svona tilmæli gegn nýföllnum hæstaréttardómi. Ég tel lánþega bregðast við með því að greiða ekki af gengislánum og við munum hvetja lánþega til að greiða ekki þar til réttaróvissu er eytt," segir Guðmundur Andri. Fiðrik Ó. Friðriksson, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, tekur í sama streng. „Mér finnst þessi tilmæli sorgleg. Það er ekki verið að hugsa um hagsmuni heimilana," segir hann. Fréttastofa óskaði í dag eftir upplýsingum hjá FME um hvort greiðsla í samræmi við hin nýju tilmæli FME og Seðlabankan fæli í sér samþykki á nýjum skilmálum lánasamninganna. Gunnar Þ. Andersen, forstjóri FME, sagði í samtali við fréttastofu að afborgun af láni með breyttum skilmálum í samræmi við tilmælin fæli ekki í sér samþykki skuldara á breyttum skilmálum og að skuldarar gætu því greitt af lánunum án þess að hafa áhyggjur af því. Gunnar sagði að tilmælin væru aðeins tímabundið úrræði þangað til dómstólar skæru endanlega úr um ágreininginn eða löggjafinn með nýrri lagasetningu.
Innlent Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira