Kampavínssala heldur áfram að hrynja á Íslandi 29. desember 2010 21:00 Ólíkleg sjón Sala á kampavíni á Íslandi heldur áfram að minnka enda eru færri ástæður til að skála en í góðærinu.nordicphotos/getty „Það eru fáar vörutegundir sem hafa hrapað eins og kampavínið. Línuritið sem var á uppleið árið 2007 hefur alveg snúist við," segir Bjarni Brandsson, vörumerkjastjóri hjá Ölgerðinni. Þrátt fyrir að ýmis teikn séu á lofti um efnahagslegan bata á Íslandi heldur sala á kampavíni áfram að hrynja. Rúmlega 16.000 lítrar seldust í ÁTVR árið 2007, en aðeins tveimur árum síðar var salan komin niður í 5.700 lítra. Salan í ár hefur minnkað um 28% og stefnir í að enda í rúmlega 4.000 lítrum. Haraldur Halldórsson hjá Vífilfelli segir líklegt að framleiðendur lækki verð á kampavíni á næsta ári í kjölfarið á minnkandi sölu. Kampavín er hreinræktuð lúxusvara og Bjarni hjá Ölgerðinni segir að það sé ein af ástæðunum fyrir þessari miklu sölurýrnun. „Það eru kannski færri ástæður til að skála," segir hann. „Svo spila erótísku staðirnir sem hættu í kjölfarið á hruninu inn í. Þar var salan orðin jafnvel meiri en í ÁTVR. Eftir hrun kom enginn þangað og allt datt niður. Þær voru náttúrlega á prósentum listakonurnar sem dönsuðu þar." Bjarni segir kampavínsneysluna hafa verið beintengda bankakerfinu og að salan á veitingahúsum hafi einnig hrunið í kjölfar falls þeirra. „Það voru eiginlega bara skilanefndirnar sem voru að kaupa," segir hann og hlær. „Það er samt glettileg sala á veitingahúsum. Það má kannski rekja til ferðamanna sem eru að sýna molbúafólkinu hvernig á að vera töff," segir hann. Lúxuskampavín á borð við Dom Pérignon var flutt inn í stórum stíl í góðærinu, þrátt fyrir að magnið sem var í boði hafi verið takmarkað. 900 flöskur voru fluttar inn árið 2007 og seldust þær upp. Bjarni segir innflutninginn á Dom Pérignon hafa snarminnkað, enda sé svo lítið keypt af því að erfitt sé að halda því í verslunum. Þessi þróun helst í hendur við þróun á sölu á öðrum vínum. Ódýrara freyðivín sækir í sig veðrið og sala á brandí eykst á meðan sala á koníaki minnkar, að sögn Bjarna. „Það verða örugglega fáir með sebrahestinn í mat um áramótin. Fólk er að skera niður," segir hann. atlifannar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Fleiri fréttir Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Sjá meira
„Það eru fáar vörutegundir sem hafa hrapað eins og kampavínið. Línuritið sem var á uppleið árið 2007 hefur alveg snúist við," segir Bjarni Brandsson, vörumerkjastjóri hjá Ölgerðinni. Þrátt fyrir að ýmis teikn séu á lofti um efnahagslegan bata á Íslandi heldur sala á kampavíni áfram að hrynja. Rúmlega 16.000 lítrar seldust í ÁTVR árið 2007, en aðeins tveimur árum síðar var salan komin niður í 5.700 lítra. Salan í ár hefur minnkað um 28% og stefnir í að enda í rúmlega 4.000 lítrum. Haraldur Halldórsson hjá Vífilfelli segir líklegt að framleiðendur lækki verð á kampavíni á næsta ári í kjölfarið á minnkandi sölu. Kampavín er hreinræktuð lúxusvara og Bjarni hjá Ölgerðinni segir að það sé ein af ástæðunum fyrir þessari miklu sölurýrnun. „Það eru kannski færri ástæður til að skála," segir hann. „Svo spila erótísku staðirnir sem hættu í kjölfarið á hruninu inn í. Þar var salan orðin jafnvel meiri en í ÁTVR. Eftir hrun kom enginn þangað og allt datt niður. Þær voru náttúrlega á prósentum listakonurnar sem dönsuðu þar." Bjarni segir kampavínsneysluna hafa verið beintengda bankakerfinu og að salan á veitingahúsum hafi einnig hrunið í kjölfar falls þeirra. „Það voru eiginlega bara skilanefndirnar sem voru að kaupa," segir hann og hlær. „Það er samt glettileg sala á veitingahúsum. Það má kannski rekja til ferðamanna sem eru að sýna molbúafólkinu hvernig á að vera töff," segir hann. Lúxuskampavín á borð við Dom Pérignon var flutt inn í stórum stíl í góðærinu, þrátt fyrir að magnið sem var í boði hafi verið takmarkað. 900 flöskur voru fluttar inn árið 2007 og seldust þær upp. Bjarni segir innflutninginn á Dom Pérignon hafa snarminnkað, enda sé svo lítið keypt af því að erfitt sé að halda því í verslunum. Þessi þróun helst í hendur við þróun á sölu á öðrum vínum. Ódýrara freyðivín sækir í sig veðrið og sala á brandí eykst á meðan sala á koníaki minnkar, að sögn Bjarna. „Það verða örugglega fáir með sebrahestinn í mat um áramótin. Fólk er að skera niður," segir hann. atlifannar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Fleiri fréttir Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Sjá meira