Ferrari ætlar ekki tefla djarft í titilslagnum 2. nóvember 2010 14:05 Stefano Domenicali ræður gangi mála hjá Formúlu 1 liði Ferrari. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Stefano Domenicali yfirmaður Ferrrari Formúlu 1 liðsins segir að Ferrari muni beita skynsemi í næstu keppni, þó Fernando Alonso eigi möguleika á að landa titlinum í Brasilíu um næstu helgi. Sjálfur telur Alonso að úrslitin muni ekki ráðast fyrr en í lokamótinu í Abu Dhabi um aðra helgi. Ferrari á einnig möguleika í stigakeppni bílasmiða, en Red Bull og McLaren eru líklegri til afreka í þeim slag. Til að Alonso verði meistari um næstu helgi þarf hann að fá 15 stigum meira en Mark Webber og 4 stigum meira en Lewis Hamilton. Annars ráðast úrslitin í lokamótinu. "Ef við töpum stigum í Brasilíu, þá verður Abu Dhabi mótið enn erfiðara. Við munum nálgast lokamótin á réttan hátt. Minnugir styrkleika keppinauta okkar, Red Bull og McLaren", sagði Domenical á heimasíðu Ferrari, samkvæmt tilvitnun á autosport.com í dag. "Við höfum séð hve flókin mótin hafa verið á þessu tímabili og við verðum því að vera mjög varkárir. Við megum ekki tapa stigum og þurfum að komast á leiðarenda og keppa með rétta hugarfarinu. Við verðum með nýjungar, en málið er að vera með traustan farkost. En ég tel að F10 bíllinn verði samkeppnisfær í Brasilíu. Red Bull menn verða öflugir og McLaren menn verða með endurbættan bíl og ættu að vera sterkir og í slagnum", sagði Domenicali á vefsíðu Ferrari. "Besta minning mín frá Brasilíu eru þegar Kimi vann titil ökumanna 2007, en versta minningin er þegar Massa kom í mark sem meistari 2008, en Hamilton náði titlinum af honum í síðustu beygju (með því að ná framúr keppinaut) nokkrum sekúndum síðar. Það var erfið stund, en við unnum þó titil bílasmiða. Massa sýndi sannan íþróttanda á verðlaunapallinum, rétt eins og liðið í heild sinni", sagði Domenicali. Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Stefano Domenicali yfirmaður Ferrrari Formúlu 1 liðsins segir að Ferrari muni beita skynsemi í næstu keppni, þó Fernando Alonso eigi möguleika á að landa titlinum í Brasilíu um næstu helgi. Sjálfur telur Alonso að úrslitin muni ekki ráðast fyrr en í lokamótinu í Abu Dhabi um aðra helgi. Ferrari á einnig möguleika í stigakeppni bílasmiða, en Red Bull og McLaren eru líklegri til afreka í þeim slag. Til að Alonso verði meistari um næstu helgi þarf hann að fá 15 stigum meira en Mark Webber og 4 stigum meira en Lewis Hamilton. Annars ráðast úrslitin í lokamótinu. "Ef við töpum stigum í Brasilíu, þá verður Abu Dhabi mótið enn erfiðara. Við munum nálgast lokamótin á réttan hátt. Minnugir styrkleika keppinauta okkar, Red Bull og McLaren", sagði Domenical á heimasíðu Ferrari, samkvæmt tilvitnun á autosport.com í dag. "Við höfum séð hve flókin mótin hafa verið á þessu tímabili og við verðum því að vera mjög varkárir. Við megum ekki tapa stigum og þurfum að komast á leiðarenda og keppa með rétta hugarfarinu. Við verðum með nýjungar, en málið er að vera með traustan farkost. En ég tel að F10 bíllinn verði samkeppnisfær í Brasilíu. Red Bull menn verða öflugir og McLaren menn verða með endurbættan bíl og ættu að vera sterkir og í slagnum", sagði Domenicali á vefsíðu Ferrari. "Besta minning mín frá Brasilíu eru þegar Kimi vann titil ökumanna 2007, en versta minningin er þegar Massa kom í mark sem meistari 2008, en Hamilton náði titlinum af honum í síðustu beygju (með því að ná framúr keppinaut) nokkrum sekúndum síðar. Það var erfið stund, en við unnum þó titil bílasmiða. Massa sýndi sannan íþróttanda á verðlaunapallinum, rétt eins og liðið í heild sinni", sagði Domenicali.
Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira